Sameiginleg könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara -Ágúst 2012
Við gerð kjarasamnings í maí 2011 sammæltust Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara (FG) í bókun 2 um að halda áfram vinnu á grundvelli sameiginlegrar framtíðarsýnar í skólamálum til ársins 2020. Framtíðarsýnin var unnin skv. sameiginlegum samningsmarkmiðum og markmiðum í kjarasamningi aðila frá 2008. Vinnan leiddi af sér könnun sem var lögð fyrir alla kennara á netfangalista Félags grunnskólakennara dagana 20. janúar til 6. febrúar 2012 og bárust svör frá 2.616 kennurum.