Fara í efni

Útgefið efni

Eldri skýrslur

Sameiginleg könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara -Ágúst 2012

Við gerð kjarasamnings í maí 2011 sammæltust Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara (FG) í bókun 2 um að halda áfram vinnu á grundvelli sameiginlegrar framtíðarsýnar í skólamálum til ársins 2020. Framtíðarsýnin var unnin skv. sameiginlegum samningsmarkmiðum og markmiðum í kjarasamningi aðila frá 2008. Vinnan leiddi af sér könnun sem var lögð fyrir alla kennara á netfangalista Félags grunnskólakennara dagana 20. janúar til 6. febrúar 2012 og bárust svör frá 2.616 kennurum.

Eldri skýrslur

Skólar og menntun í fremstu röð – Samantekt

Tilgangur verkefna í þessum flokki var að skilgreina og nýta möguleg sóknarfæri til að efla og samþætta skólastarf á öllum skólastigum með það að markmiði að skólastarf á höfuðborgarsvæðinu sé til fyrirmyndar.

Eldri skýrslur

Skólar og menntun í fremstu röð - Árangur og einkenni grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu í alþjóðlegu samhengi -Apríl 2014

Skýrslan var gefin út af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2014 og unnin af Almar M. Halldórssyni og Kristjáni K. Stefánssyni fyrir verkefnið „Skólar og menntun í fremstu röð“ í tengslum við Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins.

Eldri skýrslur

Skólar og menntun í fremstu röð - Þjóðfélagslegur kostnaður af brotthvarfi úr námi á framhaldsskólastigi -Mars 2014

Þessi skýrsla er hluti af verkefninu „Samvinna skólastiga frá leikskóla að háskóla” í verkefnaflokknum Skólar og menntun í fremstu röð en hann er hluti af Sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið 2013.

Eldri skýrslur

Gæði skólastarfs í alþjóðlegum samanburði - Framtíðarsýn og aðgerðaáætlun verkefnastjórnar -Mars 2014

„Gæði skólastarfs í alþjóðlegum samanburði“ er hluti af Sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið 2013 sem er fjármagnað m.a. af ríkissjóði samkvæmt sérstökum samningi þar um.

Eldri skýrslur

Árangur, líðan og væntingar nemenda í innlendum og erlendum samanburði - Rannsóknir og greining -Mars 2014

„Árangur, líðan og væntingar nemenda í innlendum og erlendum samanburði“ er hluti af verkefninu Gæði skólastarfs í alþjóðlegum samanburði í verkefnaflokknum Skólar og menntun í fremstu röð. Hann er hluti af Sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið 2013 sem er fjármögnuð m.a. af ríkissjóði samkvæmt sérstökum samningi þar um.