Fara í efni

Þróunaráætlun 2015-2018

Svæðisskipulagsnefnd hefur samþykkt tillögu að fyrstu þróunaráætlunar höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða fyrri hluta áætlunar sem nær til áranna 2015-2018. Í henni kemur fram að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gera ráð fyrir að 7.500 nýjar íbúðir verði fullbúnar á næstu fjórum árum. Jafnframt sýna greiningar á stöðu húsnæðismarkaðarins að nú vanti um 1.200 íbúðir á markaðinn til að hann sé í jafnvægi.

Áform sveitarfélaga munu mæta fjölgun íbúa næstu fjögur árin m.t.t. mannfjöldaspár. Greining þróunaráætlunar dregur einnig fram að leiða má líkum að því að staðan á íbúðamarkaðnum sé farin að hamla eðlilegum vexti höfuðborgarsvæðisins og að húsnæðismarkaðurinn sé ekki að mæta þörf ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu skref í húsnæðismálum nægjanleg vel.

Þróunaráætlun 2015 - 2018