Sérskóli á höfuðborgarsvæðinu
Markmið þessa verkefnis er að greina fýsileika þess að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eigi samstarf um uppbyggingu sérskóla í samstarfi við ríkið.
Staða barna á höfuðborgarsvæðinu með auknar þjónustuþarfir, hvort sem er vegna fötlunar, veikinda, yfirgripsmikilla hegðunarvandamála eða annars er skoðuð sérstaklega og kannað hvernig komið er til móts við þær þarfir innan skólakerfisins.
Ljóst er að koma þarf til einhvers konar samspils milli mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfisins þar sem tryggja þarf samþættingu þjónustu þvert á kerfi. Markmiðið er að sem flest börn sæki sína heimaskóla og að þar sé þjónusta til staðar. Hins vegar hefur mikil ásókn verið í sérúrræði vegna þeirra barna sem örðugt er að veita úrræði við hæfi í heimaskólum, s.s. vegna umfangsmeiri hegðunarvanda.
Verkefnið verður unnið með HLH ráðgjöf sem m.a. safnar gögnum og tekur viðtöl við aðila innan mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfisins með það að markmiði að greina núverandi stöðu, kanna hvort fýsilegt sé að koma á fót sérskóla á svæðinu og hvernig samstarfi í kringum það verði þá best háttað.
Verklok eru áætluð í lok árs 2025.
Verktaki: HLH ráðgjöf ehf.

Ljósmynd tekin við undirritun samnings 2. maí 2025 talið frá vinstri:
Arnar Haraldsson frá HLH ráðgjöf, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH og Hanna Borg Jónsdóttir SSH