Fara í efni

Hlutverk SSH

Markmið samtakanna er:

  • að vera vettvangur samráðs og samstarfs aðildarsveitarfélaganna, vinna að sameiginlegum hagsmunamálum þeirra og vera sameiginlegur málsvari þeirra.
  • að efla samstarf sveitarfélaganna og stuðla að samskiptum og samstarfi sveitarstjórnarmanna, sveitarstjórnarnefnda og starfsmanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
  • að vinna að framþróun til hagsældar fyrir íbúa svæðisins.

SSH skal hafa frumkvæði að vöktun, greiningu, umræðu og kynningu á málum sem líkleg eru til að stuðla að framgangi ofangreindra markmiða. Með sama hætti skal SSH fylgjast með nýjungum á sviði sveitarstjórnarmála jafnt innalands sem erlendis og miðla þeim til aðildarsveitarfélaganna.

SSH skal jafnframt standa fyrir reglubundnu samráði við ríkisvaldið, ráðuneyti og stofnanir um málefni er varða hag sveitarfélaganna og vinna með þeim hætti að framþróun og hagsmunum höfuðborgarsvæðisins.