Fara í efni

Höfuðborgargirðing

Frá árinu 1987 hafa SSH annast um rekstur og viðhald á fjárheldri girðingu um höfuðborgarsvæðið, en hún var lögð að frumkvæði samtakanna. Lausaganga búfjár er bönnuð innan girðingarinnar, og markmið með henni er að koma í veg fyrir ágang og ónæði vegna búfjár í útjaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu.

Bæði er um að ræða tilfallandi viðhaldsaðgerðir, t.a.m. ef rof kemur á girðinguna, en einnig getur verið nauðsynlegt að ráðast í umfangsmeiri endurnýjun á girðingunni og er það metið á hverju vori