Verkefni
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru samráðsvettvangur fyrir allt samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Sóknaráætlanir eru sameiginlegt verkefni ráðuneyta og sveitarfélaga með það að markmiði að færa aukin völd og ábyrgð til landshlutanna á forgangsröðun og ráðstöfun fjármuna frá ríkisvaldinu til verkefna á sviði byggðamála og samfélagsþróunar sem ekki eru falin öðrum með lögum. Tilgangurinn er að tryggja sem besta nýtingu fjármuna og færa ákvarðanatöku nær heimamönnum sem þekkja best til aðstæðna á sínum svæðum.
Helstu verkefni á vettvangi SSH er að hafa umsjón með áhersluverkefnum sóknaráætlunar landshlutanna hverju sinni en með sóknaráætlunum landshlutanna koma íbúar hvers landshluta sér saman um sameiginlega framtíðarsýn fyrir landshlutann og aðgerðir sem gagnast til að ná árangri til framtíðar.
Stjórnarfundir eru haldnir mánaðarlega, þar sem sameiginleg málefni og einstök úrlausnarefni sem kalla á samræmda nálgun og sýn eru rædd og afgreidd.
Stjórn SSH fundar oft og einatt með utanaðkomandi aðilum um málefni sem tengjast sameiginlegum hagsmunum svæðisins, s.s. Vegagerð ríkisins vegna vega- og samgöngumála, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna löggæslu o.fl.
Eftirfylgni með Samgöngusáttmálanum er á vettvangi stjórnar SSH .
Gildandi svæðisskipulag
Höfuðborgargirðing
Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið
Sóknaráætlun
Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins
Þróunaráætlun
Fréttir af verkefnum
Þróun Hvítá til Hvítá svæðisins
Verkefni um greiningu á þróun Hvítá til Hvítá svæðisins hófst í lok sumars en það er eitt af þeim áhersluverkefnum Sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins sem unnið er að á árinu 2024.
Samgöngusáttmálinn uppfærður
Ríkið og sex sveitarfélög innan SSH gera samkomulag um uppfærðan Samgöngusáttmála
Forvarnir og geðrækt ungmenna á höfuðborgarsvæðinu
SSH og NORTH Consulting undirrituðu þann 7. júní sl. samning um verkefnastjórnun á verkefninu Forvarnir og geðrækt ungmenna á höfuðborgarsvæðinu.
Nýr svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins
Ásdís Ólafsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins og fyrirhugað er að hún hefji störf í október nk.
Rannsóknarborholur á Bláfjallasvæði
Samningar hafa verið undirritaðir vegna borunar rannsóknarborhola í Bláfjöllum.
Gríðarlegur umhverfisávinningur af nýju fyrirkomulagi sorpflokkunar
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa átt í miklu samstarfi er varðar flokkun og endurvinnslu heimilisúrgangs. Aukin flokkun heimilissorps hefur þegar skilað umtalsverðum árangri en urðun dróst saman um 89% á fyrsta ársfjórðungi.
Starf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins auglýst til umsóknar
Við leitum að öflugum einstaklingi í starf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 27. maí.
Útivistarvefur fyrir höfuðborgarsvæðið
SSH og Um að gera ehf. hafa formlega undirritað verksamning um Útivistarvef höfuðborgarsvæðisins.
Mosfellsbær heimsóttur
Svæðisskipulagsnefnd heimsótti Mosfellsbæ þann 3. maí 2024 í boði skipulagsnefndar og skipulagstjóra bæjarins
Moltudagurinn - Opið hús GAJA
Sorpa bs. fagnar sumardeginum fyrsta og um leið fyrstu uppskerunni af næringarríkri moltu og bjóðum í opið hús í GAJU sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl.