Verkefni
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru samráðsvettvangur fyrir allt samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Sóknaráætlanir eru sameiginlegt verkefni ráðuneyta og sveitarfélaga með það að markmiði að færa aukin völd og ábyrgð til landshlutanna á forgangsröðun og ráðstöfun fjármuna frá ríkisvaldinu til verkefna á sviði byggðamála og samfélagsþróunar sem ekki eru falin öðrum með lögum. Tilgangurinn er að tryggja sem besta nýtingu fjármuna og færa ákvarðanatöku nær heimamönnum sem þekkja best til aðstæðna á sínum svæðum.
Helstu verkefni á vettvangi SSH er að hafa umsjón með áhersluverkefnum sóknaráætlunar landshlutanna hverju sinni en með sóknaráætlunum landshlutanna koma íbúar hvers landshluta sér saman um sameiginlega framtíðarsýn fyrir landshlutann og aðgerðir sem gagnast til að ná árangri til framtíðar.
Stjórnarfundir eru haldnir mánaðarlega, þar sem sameiginleg málefni og einstök úrlausnarefni sem kalla á samræmda nálgun og sýn eru rædd og afgreidd.
Stjórn SSH fundar oft og einatt með utanaðkomandi aðilum um málefni sem tengjast sameiginlegum hagsmunum svæðisins, s.s. Vegagerð ríkisins vegna vega- og samgöngumála, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna löggæslu o.fl.
Eftirfylgni með Samgöngusáttmálanum er á vettvangi stjórnar SSH .

Gildandi svæðisskipulag
Höfuðborgargirðing
Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins
Samgöngusáttmálinn
Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu
Sóknaráætlun
Svæðisskipulag
Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins
Þróunaráætlun 2024
Fréttir af verkefnum

Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi
Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar.

Hvítá til Hvítá
Svæðið Hvítá-Hvítá liggur milli Hvítár á Vesturlandi og Hvítár á Suðurlandi og nær yfir 20 sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi. Þar búa í dag um 315 þúsund manns, rúmlega 80 % þjóðarinnar, en búist er við að íbúar verði um 460 þúsund árið 2050 haldi vöxturinn áfram óbreyttur. Til samanburðar má nefna að árið 2000 bjuggu um 210 þúsund manns á sama svæði.

Nýting gervigreindar í starfsemi sveitarfélaga
Verkefnið er hluti af framfylgd sóknaráætlunnar höfuðborgarsvæðisins árið 2025-2029.

Samspil og virkni velferðarþjónustu
Eitt af áhersluverkefnum sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins er greining á samspili og virkni velferðarþjónustu.

Heimsókn í Hafnarfjörð
Þann 14. febrúar síðastliðinn heimsótti svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins Hafnarfjarðarbæ í boði umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarkaupstaðar.

Rannsókn á starfsálagi í grunnskólum
Hvað er það sem veldur starfsfólki grunnskóla mestu álagi í starfi? Hefur álag verið að aukast og ef svo er – af hvaða völdum? Er hægt að grípa til aðgerða til að létta álagi af kennurum og stjórnendum?

Sameiginlegur sérskóli á höfuðborgarsvæðinu
Eitt af verkefnum sóknaráætlunar 2025 er að kanna fýsileika þess að stofna sameiginlegan sérskóla á höfuðborgarsvæðinu

SSH og Sorpa bs. hlutu Teninginn
Teningurinn er viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd.

Út um allt er nýr upplýsingavefur um útivist á höfuðborgarsvæðinu
Út um allt, nýr upplýsingavefur um útivistarmöguleika á höfuðborgarsvæðinu, var formlega tekinn í notkun á fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), mánudaginn 3. febrúar 2025.

Undirritun samnings um Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2025-2029
Einar Þorsteinsson formaður stjórnar SSH og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH skrifuðu undir samning um Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2025-2059 ásamt ráðherrum þeirra þriggja ráðuneyta sem að samningnum koma.