Fara í efni

Heimsókn í Hafnarfjörð

Þann 14. febrúar síðastliðinn heimsótti svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins Hafnarfjarðarbæ í boði umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Heimsókn í Hafnarfjörð

Ein af áherslum nefndarinnar fyrir kjörtímabilið 2022- 2026 er að heimsækja aðildarsveitarfélög SSH á kjörtímabilinu og kynnast starfi skipulagssviða þeirra.

Heimsóknin hófst á hefðbundnum fundi svæðisskipulagsnefndar í fundarsal Hafnarborgar. Að fundi loknum var fagráði SSH, sem samanstendur af skipulagsfulltrúum aðildarsveitarfélaga SSH, og starfsfólki skipulagsdeildar Hafnarfjarðar boðið að taka þátt.


Þá hélt skipulagsfulltrúi bæjarins, Lilja Grétarsdóttir, erindi um helstu skipulagsverkefni Hafnarfjarðar. Eftir kynninguna leiddi Lilja gönguferð um miðsvæði Hafnarfjarðar og fræddi um uppbyggingarsvæði og verkefni á svæðinu.


Gestir gengu að Dvergsreitnum, sem er þéttingarreitur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Hann samanstendur af þyrpingu húsa fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Dvergsreiturinn var tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023. Að lokinni gönguferð var boðið upp á léttar veitingar í Hafnarborg.

SSH vill fyrir hönd svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þakka Hafnarfjarðarbæ fyrir áhugaverða kynningu og góðar móttökur.