Þróunaráætlun 2020-2024
Lykilatriðið í framfylgd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 er gerð fjögurra ára þróunaráætlana. Með þróunaráætlun er lögð áhersla á að samræma áætlanir sveitarfélaganna um uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis, samgönguframkvæmdir, auk annarra aðgerða til að ná fram markmiðum svæðisskipulags um þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040.
Þróunaráætlun hefur einnig það gildi að miðla upplýsingum um uppbyggingaráform út í samfélagið. Gildandi þróunaráætlun var afgreidd í byrjun árs 2021. SSH hafa umsjón með gerð þróunaráætlunar.
Í byrjun árs fól svæðisskipulagsnefnd SSH að gera stöðutöku á þróunaráætlun og taka saman nýja úttekt á fjölda íbúða í samþykktu skipulagi sveitarfélaganna. VSÓ var ráðin til verksins í samstarfi við skipulagsstjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Úttektin var afhent svæðisskipulagsnefnd í mars 2022 en helstu niðurstöður voru:
- Samþykktar íbúðir (lóðir) í skipulagi sveitarfélaganna eru fleiri en 14.000, sem er nokkur aukning frá síðustu talningu árið 2020.
- Í skipulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru áætlaðar yfir 58 þúsund íbúðir innan núverandi vaxtamarka sem jafngildir heimili fyrir um 148.000 nýja íbúa.
- Fólksfjölgun hefur verið yfir meðallagi og hlutfall svæðisins af landinu öllu hefur aukist undanfarin 20 ár úr 61% í 64%.
- Verði fólksfjölgun sambærileg og verið hefur eru líkur á að nýjum íbúðum fjölgi hlutfallslega hraðar en íbúum sem ætti að draga úr spennu á húsnæðismarkaði. Verði hins vegar fólksfjölgun enn meiri dregur hægar úr spennu en ella.
- Hækkandi húsnæðisverð og sögulega lítið framboð íbúða í sölu vekur upp spurningar hvers vegna ekki eru fleiri íbúðir í byggingu miðað við þann fjölda sem er í samþykktu deiliskipulagi sveitarfélaganna og er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni sameiginlega að lausn þeirra mála, með það fyrir augum að þróun byggðar sé sjálfbær til framtíðar.
Svæðisskipulagsnefnd hefur samþykkt að endurtaka stöðumat í byrjun árs 2023.
Kort úr þróunaráætlun sem sýnir íbúðaruppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu yfir tímabilið 2020 - 2024 samhliða uppbyggingu Borgarlínu.

Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins
Stöðutaka á þróunaráætlun 2022
Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020 - 2024
Umsögn svæðisskipulagsstjóra
Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024
Skapalón
Helstu nýmæli í þróunaráætlun 2020-2024 er svokallað „skapalón“ húsnæðisuppbyggingar sem VSÓ þróaði fyrir SSH. Um er að ræða töflureikni (excel) sem bætir stafræna umgjörð fyrir áætlaða húsnæðisuppbyggingu sveitarfélaganna fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Markmiðið er að gera sveitarfélögum betur kleift að áætla tímasetningar á nýju framboði húsnæðis út frá fyrirliggjandi skipulagi og öðrum upplýsingum, þ.e. áætla hvenær nýtt byggingarmagn skilar sér á markað, per ár. Forsendur sem koma fram í töflureikni eru byggðar á mati skýrsluhöfunda og skipulagsfulltrúa sveitarfélaga og ber að túlka sem viðmið miðuð við bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni.
Skapalón uppfærð mars 2022 (excel töflureiknir):
Kort með þróunaráætlun 2020 - 2024
- Kort A ib mid
- Kort B ib austursvæði
- Kort C ib suðursvæði 10.03.2021
- Kort C ib suðursvæði - eldri útgáfa
- Kort D at miðsvæði
- Kort E at austursvæði
- Kort F at suðursvæði
- Kort G ib áhrifasvæði hágæða alm.samg. 10.03.2021
- Kort G ib áhrifasvæði hagæða. alm.samgangna - eldri útgáfa
- Kort H at ahrifasvæði hagaða. alm.samgangna
- Kort I uppbygging innviða
- Kort J hagæða. alm.samgöngur
- Kort K opin svæði og landbúnaðarsvæði
- Zip kort shape skrár