Fara í efni

Leiðarljós 2 úr svæðisskipulagi

Skilvirkar samgöngur og nútímalegt samgöngukerf

Ferðaþörf verður uppfyllt á skilvirkan* og fjölbreyttan máta. Fólksfjölgun verður mætt án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli.

* Skilvirkni þéttbýlissamgangna felst í að uppfylla ferðaþarfir fólks með sem minnstum tilkostnaði og umhverfisáhrifum

Síðustu áratugi hefur vöxtur svæðisins og gildandi svæðisskipulag kallað á miklar fjárfestingar í stofnvegakerfi sem ekki hafa náð fram að ganga nema að hluta til. Ekki hefur tekist að auka afkastagetu kerfisins í takt við vöxt bílaumferðar og neikvæð áhrif umferðar hafa aukist. Umferðarspár vegna vegaáætlunar 2007–2018 sýndu að þrátt fyrir tillögur sveitarfélaganna um miklar framkvæmdir til að bæta afkastagetu stofnvegakerfisins dygði það ekki til (Fylgirit 5). Árið 2011 voru 76% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar á einkabíl, 4% með almenningssamgöngum og íbúar fóru um 20% ferða sinna gangandi og hjólandi. Í stefnumótun Höfuðborgarsvæðisins 2040 um samgöngur er lögð aukin áhersla á fleiri valkosti, samgöngumáta sem taldir eru hagkvæmari og vistvænni en einkabíll.


Undir leiðarljósi 2 eru sett fram markmið sem snerta samgöngur á landi og tengsl þeirra við alþjóðlegar flutningsgáttir. Einnig að innanlandsflugvöllur verði á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægi þess að eyða óvissu um staðsetningu hans.

Skýringarmynd

Mynd 6 -Skilvirkt samgöngukerfi

Almenningssamgöngur mynda tveggja laga kerfi sem léttir á stofnvegakerfinu og styrki uppbyggingu miðkjarna og samgöngumiðaðra þróunarsvæða

Skilvirkar samgöngu og nútímalegt samgöngukerfi
Eftirfarandi markmið, sem endurspegla leiðarljós 2, eru sett fram sem stefna Höfuðborgarsvæðisins 2040: