Hanna Borg Jónsdóttir
verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs á höfuðborgarsvæðinu
Verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs á höfuðborgarsvæðinu, Hanna Borg Jónsdóttir, hefur það verkefni að stofna farsældarráð höfuðborgarsvæðisins. Í ráðinu munu eiga sæti fulltrúar þjónustuveitenda barna á svæðinu, bæði á vegum ríkis og sveitarfélaga. Þannig munu m.a. eiga sæti í ráðinu fulltrúar grunnskóla, leikskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva, félagsþjónustu og barnaverndar auk fulltrúa frá lögreglunni, heilsugæslunni, framhaldsskólunum og fulltrúi íþróttahreyfingarinnar. Saman forgangsraðar ráðið þeim svæðisbundnu áskorunum er varða farsæld barna á höfuðborgarsvæðinu og býr til aðgerðaáætlun til fjögurra ára. Ráðið leggur áherslu á aukna samvinnu milli ólíkra þjónustuveitenda og samræmir aðgerðir milli samskonar þjónustuveitenda. Þannig er ráðið góður vettvangur til að þétta raðir þjónustuveitenda á höfuðborgarsvæðinu, farsæld barna á höfuðborgarsvæðinu til heilla.
Aðgerðaáætlun ráðsins er samþykkt af sveitarstjórnum sveitarfélaganna en hún lýtur að öllum grunnstoðum farsældar sem eru menntun, lífsgæði og félagsleg staða, heilsa og vellíðan, öryggi og vernd og þátttaka og félagsleg tengsl.
Um stofnun ráðsins er kveðið á um í 5. gr. farsældarlaganna nr. 86/2021, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Verkefnastjóri hóf störf í febrúar 2025 er ráðinn til tveggja ára og áætlað er að fyrir lok samningstímans hafi farsældarráð höfuðborgarsvæðisins verið stofnað og vinna við fyrstu áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða í þágu farsældar barna hafin.
verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs á höfuðborgarsvæðinu