Fara í efni

Farsældarráð höfuðborgarsvæðisins

Farsældarráð höfuðborgarsvæðisins var formlega stofnað þann 14. nóvember 2025 og tók ráðið til starfa þann 24. nóvember sama ár. Í ráðinu eiga sæti fulltrúar þjónustuveitenda barna á svæðinu, bæði á vegum ríkis og sveitarfélaga.

Þannig eiga sæti í ráðinu sviðsstjórar fræðslusviða sveitarfélaganna sem fulltrúar grunnskóla, leikskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva og sviðsstjórar velferðarsviða sveitarfélaganna sem fulltrúar félagsþjónustu og barnaverndar. Auk þeirra sitja í ráðinu fulltrúi frá lögreglunni, heilsugæslunni, framhaldsskólunum og fulltrúi íþróttahreyfingarinnar. Saman forgangsraðar ráðið þeim svæðisbundnu áskorunum er varða farsæld barna á höfuðborgarsvæðinu og býr til aðgerðaáætlun til fjögurra ára. Ráðið leggur áherslu á aukna samvinnu milli ólíkra þjónustuveitenda og samræmir aðgerðir milli samskonar þjónustuveitenda. Þannig er ráðið góður vettvangur til þétta raðir þjónustuveitenda á höfuðborgarsvæðinu, farsæld barna á höfuðborgarsvæðinu til heilla.

Aðgerðaáætlun ráðsins er samþykkt af sveitarstjórnum sveitarfélaganna og stjórnendum ríkisstofnananna en hún lýtur öllum grunnstoðum farsældar sem eru menntun, lífsgæði og félagsleg staða, heilsa og vellíðan, öryggi og vernd og þátttaka og félagsleg tengsl. Áætlað er aðgerðaáætlunin tilbúin um mitt ár 2026.

SSH heldur utan um verkefnastjórn svæðisbundins farsældarráðs á höfuðborgarsvæðinu. Stofnun farsældarráða í öllum landshlutum er mikilvægt skref til tryggja betur þá samvinnu milli ólíkra þjónustuveitenda sem þarf vera til staðar til þess samþætting þjónustu samkvæmt farsældarlögunum geti átt sér stað.

Um stofnun ráðsins er kveðið á um í 5. gr. farsældarlaganna nr. 86/2021, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Verkefnastjóri hóf störf í febrúar 2025 er ráðinn til tveggja ára.


Ljósmyndin er tekin 14.11.2025 við undirritun stofnsamninga í Garðaholti, Garðabæ, talið frá vinstri:
Hansína Þóra Gunnarsdóttir fulltrúi íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu, Valdimar Víðisson bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Sigríður Dóra Magnúsdóttir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, Hanna Borg Jónsdóttir verkefnisstjóri Farsældarráðs höfuðborgarsvæðisins, Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri Kjósarhrepps, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs, Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar, Helga Sigríður Þórsdóttir rektor MS og fulltrúi framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu og María Káradóttir staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
/ljósm. Hallur Karlsson

Fréttir af Farsældarráði

Fréttir
17. nóvember 2025

Farsældarráð höfuðborgarsvæðisins stofnað

Farsældarráð höfuðborgarsvæðins var formlega stofnað föstudaginn 14. nóvember. Með stofnun ráðsins er stigið mikilvægt skref í átt að samstilltu átaki sveitarfélaga og ríkisstofnana um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

Fréttir
14. maí 2025

Rannsókn á starfsálagi í grunnskólum

Hvað er það sem veldur starfsfólki grunnskóla mestu álagi í starfi? Hefur álag verið að aukast og ef svo er – af hvaða völdum? Er hægt að grípa til aðgerða til að létta álagi af kennurum og stjórnendum?

Tengdir vefir

Farsæld á höfuðborgarsvæðinu

Hanna Borg Jónsdóttir

verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs á höfuðborgarsvæðinu