Fara í efni

4.2 Náttúruverndarsvæði eins og fólkvangar, friðlýst svæði, náttúruvætti, hverfisverndarsvæði og svæði á náttúruminjaskrá skapa höfuðborgarsvæðinu sérstöðu og gegna mikilvægu fræðslu- og útivistarhlutverki

Mjög fjölbreytt náttúrufar er á höfuðborgarsvæðinu. Nálægð þess við eldvirka sprungukerfið á Reykjaneshryggnum skapar því sérstöðu meðal annarra borga. Mörg og víðáttumikil svæði hafa verið friðlýst undir ýmsum formerkjum eða njóta verndar á annan hátt s.s. með hverfisvernd (Fylgirit 8). Fylgja þarf verndun svæða eftir með miðlun upplýsinga til almennings um tilgang með friðun, umgengnisreglum og aðgerðum til bætts aðgengis og að stýra umferð um viðkvæm svæði í ákveðna farvegi.

Mikilvægt er að lög um stjórn vatnamála séu höfð til grundvallar í skipulagsáætlun sveitarfélaga. Unnin verður stefna um flokkun og verndun vatnasviðs helstu áa á höfuðborgarsvæðinu: Elliðaáa og Hólmsár, Úlfarsár/Korpu og Varmár, Köldukvíslar og Leirvogsár, Blikdalsár og Laxár. Skoðað verður sérstaklega hvort slík vinna leiði til endurskoðunar á mörkum þeirra svæða sem eru á náttúruminjaskrá (Fylgirit 8).

Við útfærslur friðlýstra svæða og hverfisverndar í aðalskipulögum sveitarfélaga skal taka mið af töflu 3 um málsmeðferð
í 4. kafla.

Þemakort

Kort 8 -Verndarsvæði

Heilnæmt umhverfi og heilbrigt líf

Aðgerðir tengdar markmiði

Svo að markmið 4.2 nái fram að ganga munu sveitarfélögin vinna að eftirfarandi aðgerðum og/eða beita sér í samstarfi með eftirnefndum aðilum.

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

4.2.1 Svæðisskipulagsnefnd viðheldur virkum kortagrunni og upplýsingaöflun um svæði sem njóta verndar.


4.2.2 Svæðisskipulagsnefnd vinnur fjögurra ára þróunaráætlun þar sem fram koma áform um frekari verndun svæða eða breytingar á mörkum þeirra.

4.2.3 SSH mótar, í samvinnu við sveitarfélög og heilbrigðiseftirlit, frekari stefnu og flokkar helstu vatnsföll á höfuðborgarsvæðinu m.t.t. laga um stjórn vatnamála.

 

 

Aðildarsveitarfélög og byggðasamlög

4.2.4 Sveitarfélög útfæri í aðalskipulagi markmið 4.2 og samræmi sérstaklega mörkun og aðgerðir á þeim svæðum sem virða ekki lögsögumörk s.s. stærri verndarsvæðum, ám og vatnasviðum. 

4.2.5 Sveitarfélögin vinni að samræmdum umgengnisreglum á verndarsvæðum.  

 

 

Aðkoma og aðgerðir annarra

4.2.6 Umhverfisstofnun leggi til upplýsingar um friðlýst svæði og taki mið af fjögurra ára þróunaráætlun við gerð náttúruverndaráætlunar hverju sinni.