Fara í efni

Viðhald og eftirlit vörslugirðingu höfuðborgarsvæðisins

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) leita að verktaka til að að sinna viðhaldi og eftirliti á
vörslugirðingu höfuðborgarsvæðisins.
Höfuðborgargirðing

  1. Um girðingu
    Um er að ræða um 33 km langa vörslugirðingu sem liggur frá Laxá í Kjós um Stóra-Sauðafell, suður með
    Fellsenda, með Þingvallavegi til vesturs að Leirvogsá, vestan Leirvogsvatns til suðurs, austan við Geldingatjörn
    eftir Seljabrekku. Þaðan austan við Grímansfell suður yfir Leirdali og niður í Seljadal og áfram austan við
    Silungatjörn suður þar sem hún þverar Nesjavallaveg að Helliðsheiði. Áfram liggur girðingin suður yfir Vörðuhóla
    og Skyggnisdal þar til hún mætir raflínuvegin á Elliðakotsheiði. Girðingin þverar veginn og heldur áfram suður
    yfir Elliðakotsland vestan við Leirdal. Áður en girðinging kemur að Nyrðri Fossvallaá tekur hún krappa beygju til
    austurs þar sem hún er leidd að brúarþverun fyrir raflínuveginn, norðan við Suðurslandsveg.
    Girðingunni er ætlað að verja byggð, útivistar- og skógræktarsvæði fyrir ágangi búfjár. SSH hafa frá upphafi
    annast rekstur og viðhald girðingarinnar.

  2. Almennt um verkefnið
    Verkefnum sem verktaka er ætlað að sinna:

    2.1. Áætlun um árlegt viðhald
    Verktaki kannar árlega hversu mikil þörf sé á viðhaldi og gerir verkáætlun sem hann afhentir verkkaupa til
    yfirferðar og afgreiðslu. Skal viðhald samkvæmt þeirri áætlun fara fram að vori eins fljótt og hægt er m.t.t.
    veðurs og snjólaga og skal lokið fyrir 15. júní ár hvert. Skal viðhald vera með þeim hætti að girðing hafi fullt
    vörslugildi og sé ekki hættuleg eða til óprýði.

    2.2. Eftirlit og tilfallandi viðhald
    Gert er ráð fyrir að verktaki fari með girðingunni til eftirlits og nauðsynlegs viðhalds tvisvar í mánuði í júní,
    júlí og september og þrisvar í ágúst.
    Við lok hverrar eftirlitsskoðunar skal gefin út ástandsskýrsla og skal gerð grein fyrir ef þörf er á frekara
    viðhaldi.
    Berist ábendingar um ástand girðingarinnar á öðrum tímum skal brugðist við með skoðun og lagfæringum,
    sé eftir því óskað af hendi SSH. Viðkomandi þarf að vera til taks frá maí til október eða fá annan verktaka í
    sinn stað ef þess þarf.

    2.3. Endurnýjun og stærri viðhaldsverkefni
    Ef ástand girðingar er með þeim hætti að hefðbundið viðhald dugar ekki til að viðhalda fullu vörslugildi skal
    gera sérstaka samninga um stærri viðhaldsverkefni og/eða endurnýjun girðingarinnar.

  3. Tímaviðmið og greiðslur reikninga
    Gert er ráð fyrir að vinna við viðhald og eftirlit að vori, auk reglubundinna skoðana og tilfallandi viðhalds
    auk útkalla vegna ábendinga um ástand girðingarinnar, taki í heildina um 240 tíma á ári. Ef unnið er umfram
    umsaminn tímafjölda skal samið um það sérstaklega.
    Greiðsla fer fram 15 dögum eftir útgáfu reiknings sem byggir á samþykktri tímaskýrslu þar sem fram koma
    upplýsingar um innihald og framvindu verks.

  4. Verðfyrirspurn

    4.1. Tilboðsgerð

    Þau sem hafa áhuga á þátttöku skulu senda fast tímaverð í verkið m.v. lýsingu hér að framan. Tímaverð
    skal taka mið af viðhaldi og eftirliti. Verktaki skal leggja til öll tæki og verkfæri og annað sem til þarf. Öll
    vinna, uppihald, ferðir, áhöld, ökutæki, vélar, skattar og skyldur, hverju nafni sem þau nefnast og
    nauðsynleg eru til að ljúka verkinu, skulu vera innifalið í tímaverði. Þá skal virðisaukaskattur vera innifalinn
    í tilboðinu. Efniskostnaður greiðist sérstaklega og skal verktaki upplýsa um hann fyrirfram, þ.e. samhliða
    því að gerð er áætlun um viðhaldsþörf.
    Þá skal tilboðsgjafi senda stutta greinargerð (hámark hálf blaðsíða) með lýsingu á reynslu og þekkingu er
    tengist girðingarvinnu eða sambærilegum verkum.

    4.2 Skilyrði og áskilnaður
    Verktaki ber alla ábyrgð á framkvæmd verksins og jafnframt vinnu undirverktaka sinna, ef einhverjir verða.
    Verktaki skal hafa ábyrgðartryggingu sem bætir þann skaða sem hann kann að valda við framkvæmdina,
    jafnt verkkaupa sem þriðja aðila.

    4.3. Val á tilboði
    Verkkaupi mun velja fjárhagslega hagkvæmasta tilboð á grundvelli lægsta verðs að uppfylltum þeim
    skilyrðum og kröfum, þ.á.m. er varðar þekkingu og reynslu af sambærilegum verkum, sem koma fram í
    verðfyrirspurn. Val verkkaupa á tilboði er með fyrirvara um samþykki stjórnar SSH.
    Verkkaupi áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.
    Fyrirhugað er að samningur verði gerður a.m.k. til tveggja ára og með mögulegri framlengingu.

  5. Skil á tilboði
    Tilboði í verkið skal senda til ssh@ssh.is eigi síðar en 26. apríl 2024.
    Fyrirspurnir skal senda á netfangið jon@ssh.is