Fara í efni

Ratsjáin fyrir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu

Verkefnið gengur fyrst og fremst út á að efla þrjá megin hæfniþætti hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu:

  • Nýsköpunarhæfni
  • Sjálfbærnihæfni
  • Stafræna hæfni

Ratsjáin hefur þann tilgang að efla þekkingu og hæfni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja í tengdum greinum.

Með aukinni þjálfun og færni er stuðlað að því að fyrirtæki sem þátt taka hverju sinni nái auknum árangri í rekstri, séu betur undirbúin fyrir nýja tíma, séu í betri stöðu til að skila jákvæðri afkomu og fái tækifæri til að spegla sig í rekstri hvors annars.

Meðal efnisþátta sem verða í boði eru: nýsköpun og vöruþróun, markaðsmál og markhópar, sjálfbærni, umhverfismál og ábyrg ferðaþjónusta, stafræn þróun, samkeppnishæfni og sérstöðugreining, svo dæmi séu tekin.

Boðið er upp á námskeið og vinnufundi til að ná því fram.