Fara í efni

Leiðarljós 4 úr svæðisskipulagi

Heilnæmt umhverfi og heilbrigt líf

Vefur útivistarsvæða gefur fólki kost á reglulegri hreyfingu í daglegum athöfnum og endurnæringu í frítíma. Grænir geirar draga fram sérkenni landslags og tengja bláþráð strandlengjunnar og Grænan trefil í jaðri borgarbyggðar.

 

Hreint loft, ómengað drykkjarvatn, nálægð við útivistarsvæði og náttúrulegt umhverfi eru undirstaða þeirra lífsgæða sem felast í að búa á höfuðborgarsvæðinu og marka sérstöðu svæðisins umfram önnur borgarsvæði. Mikilvægt er að vernda óskert náttúrusvæði og tryggja að aukin ásókn skerði ekki verndargildi (Fylgirit 8).


Áhersla er lögð á að byggðin taki mið af sérkennum landslags sem vefur útivistarsvæða byggist á. Ár, lækir, hraunjaðrar og umhverfi þeirra mynda samhangandi svæði um dali og drög í landi og tryggja leiðir um byggðina frá fjöru til heiða. Strandlengja höfuðborgarsvæðisins verður eins og kostur er gerð aðgengileg. Um ströndina og önnur útivistarsvæði liggur net stíga sem gefur möguleika á umhverfisvænum og heilnæmum ferðamátum um samfelldar leiðir milli sveitar - félaga og borgarhluta. Mikilvægt er að tryggja gott aðgengi að fjölbreyttum strandsvæðum og greiðfæra leið milli þeirra og Græna trefilsins (Fylgirit 8).