Samgöngur og sjálfbært skipulag - Opið málþing
Betri samgöngur ohf. boða til opins málþings um samgöngur og sjálfbært skipulag með Maria Vassilakou, fyrrum varaborgarstjóra í Vínarborg og Brent Toderian, fyrrum skipulagsstjóra í Vancouver í Kanda.
Höfuðborgarsvæðið býður upp á fjölbreytt atvinnulíf sem byggt er á hugviti og hagnýtingu þess. Styrkar stoðir verðmætasköpunar standa undir launum og lífskjörum sem eru á borð við þau bestu í heiminum.
Rannsóknastofnanir á svæðinu eru í fremstu röð og leggja grunn að frjórri nýsköpun á fjölmörgum sviðum. Höfuðborgarsvæðið er nútímalegt borgarsamfélag sem í senn er alþjóðlegt og með skýr sérkenni. Höfuðborgarsvæðið laðar að sér fólk hvaðanæva að sem vill starfa þar um lengri eða skemmri tíma eða njóta þess sem gestir.
Þau viðfangsefni í stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 sem lúta að nýtingu lands eru sett fram í fimm leiðarljósum sem skiptast niður í ákveðin markmið. Undir hverju markmiði hafa verið skilgreindar aðgerðir sem beinast annars vegar að svæðisskipulagsnefnd og SSH og hins vegar að sveitar félögunum og byggðasamlögum sem þau reka. Einnig er athyglinni beint að nauðsynlegri aðkomu annarra s.s. stjórnvalda, stofnana og félaga sem ekki lúta stjórn sveitarfélag anna. Sú framsetning er mikilvæg til að stefnan geti haft tilætluð áhrif á ákvarðanatöku þvert á ráðuneyti og milli stjórnsýslustiga. Með þessu er lögð áhersla á mikilvægi fjölþættrar aðkomu svo vel megi takast til við hið flókna úrlausnarefni sem þróun höfuðborgarsvæðisins er.
Stefnan er sett fram í texta (með leiðarljósum, markmiðum og aðgerðum), á skýringarmyndum og með þemakortum sem ekki eru eiginlegir skipulagsuppdrættir. Áherslur sem koma fram í texta undir leiðarljósum og markmiðum teljast einnig til stefnu.
Betri samgöngur ohf. boða til opins málþings um samgöngur og sjálfbært skipulag með Maria Vassilakou, fyrrum varaborgarstjóra í Vínarborg og Brent Toderian, fyrrum skipulagsstjóra í Vancouver í Kanda.
Vinnslutillaga til kynningar á leiðbeiningum um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur
Ný ferðavenjukönnun var gerð í október og nóvember 2022 og var kynnt nýlega.
náið samstarf sveitarfélaganna til 2040
Höfuðborgarsvæðið 2040
Höfuðborgarsvæðið 2040
algild hönnun utandyra
öryggi
eldra
2014
2015
2016
2017
2018
Hluti af viljayfirlýsingunni var að stofnaður yrði verkefnahópur undir forystu Hreins Haraldssonar fyrrverandi vegamálastjóra til þess að leiða viðræðurnar með aðilum frá ríki og sveitarfélögum.
Verkefnahópurinn skilaði skýrslu 19. nóvember 2018 með tillögum að heildstæðum samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og hélt stjórn SSH fund með öllum kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna 30. nóvember 2018.
2019
2020
2021
Jón Kjartan Ágústsson
jon@ssh.is
sími 848-5271