Fara í efni

Svæðisskipulag

Höfuðborgarsvæðið býður upp á fjölbreytt atvinnulíf sem byggt er á hugviti og hagnýtingu þess. Styrkar stoðir verðmætasköpunar standa undir launum og lífskjörum sem eru á borð við þau bestu í heiminum.

Rannsóknastofnanir á svæðinu eru í fremstu röð og leggja grunn að frjórri nýsköpun á fjölmörgum sviðum. Höfuðborgarsvæðið er nútímalegt borgarsamfélag sem í senn er alþjóðlegt og með skýr sérkenni. Höfuðborgarsvæðið laðar að sér fólk hvaðanæva að sem vill starfa þar um lengri eða skemmri tíma eða njóta þess sem gestir.

Helstu áskoranir

 • Veikleikar í stjórnkerfinu
 • Alþjóðleg samkeppnishæfni
 • Breytingar í umhverfi - loft, lögur og láð
 • Lýðheilsa

Leiðarljós svæðisskipulagsins

Þau viðfangsefni í stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 sem lúta að nýtingu lands eru sett fram í fimm leiðarljósum sem skiptast niður í ákveðin markmið. Undir hverju markmiði hafa verið skilgreindar aðgerðir sem beinast annars vegar að svæðisskipulagsnefnd og SSH og hins vegar að sveitar félögunum og byggðasamlögum sem þau reka. Einnig er athyglinni beint að nauðsynlegri aðkomu annarra s.s. stjórnvalda, stofnana og félaga sem ekki lúta stjórn sveitarfélag anna. Sú framsetning er mikilvæg til að stefnan geti haft tilætluð áhrif á ákvarðanatöku þvert á ráðuneyti og milli stjórnsýslustiga. Með þessu er lögð áhersla á mikilvægi fjölþættrar aðkomu svo vel megi takast til við hið flókna úrlausnarefni sem þróun höfuðborgarsvæðisins er.

Stefnan er sett fram í texta (með leiðarljósum, markmiðum og aðgerðum), á skýringarmyndum og með þemakortum sem ekki eru eiginlegir skipulagsuppdrættir. Áherslur sem koma fram í texta undir leiðarljósum og markmiðum teljast einnig til stefnu.

Fréttir af svæðisskipulagi

Fulltrúar sveitarfélaganna í

SVÆÐISSKIPULAGSNEFND 2022-2026

er skipuð 2 fulltrúum frá hverju aðildarsveitarfélagi og tveimur varafulltrúum. Sveitastjórnir tilnefna sína fulltrúa til fjögurra ára í senn. Nefndin er þannig skipuð kjörtímabilið 2022-2026

Björg Fenger

varam. Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir

Elís Guðmundsson

varam. Helenda Ósk Óskarsdóttir

Helga Jóhannesdóttir

varam. Ásgeir Sveinsson

Helga Jónsdóttir

varam. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Hildur Björnsdóttir

varam. Kjartan Magnússon

Hjördís Ýr Johnson, varaformaður

varam. Andri Steinn Hilmarsson

Ingvar Arnarson

varam. Baldur Ólafur Svavarsson

Karen María Jónsdóttir

varam. Bjarni Torfi Álfþórsson

Magnús Ingi Kristmannsson

varam. Petra Marteinsdóttir

Orri Björnsson

varam. Lovísa Björg Traustadóttir

Pawel Bartoszek, formaður

varam. Dóra Björk Guðjónsdóttir

Stefán Már Gunnlaugsson

varam. Guðrún Lísa Sigurðardóttir

Svana Helen Björnsdóttir

varam. Hákon Jónsson

Sævar Birgisson

varam. Valdimar Birgisson

Framvinda 2014-2021

2014

 • Lokaferli við mótun á nýju svæðisskipulagi hófst á árinu 2012. Fullmótuð tillaga að nýju svæðisskipulagi var tilbúin skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014, en talið rétt að bíða með fullnaðarafgreiðslu og staðfestingu hennar fram yfir kosningar.
 • Unnið að uppbyggingargrunni fyrir umferðarspár nýs svæðisskipulags

2015

 • Nýtt svæðisskipulag, „Höfuðborgarsvæðið 2040“ staðfest og samhliða staðfest ný vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið.
 • Tímamótasamningur við Vegagerðina um samstarf vegna þróunar samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við nýtt svæðisskipulag.
 • Vinnustofa með Jarrett Walker, bandarískum sérfræðingi í almenningssamgöngum.
 • Fyrsta fjögurra ára þróunaráætlun unnin. Mat lagt á stöðu húsnæðismarkaðarins og þörf á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis m.t.t. spáa um fjölgun íbúa.
 • Þróunarvinna með Þjóðskrá um úrvinnslu gagna og framsetningu á kortagrunni.

2016

 • Sérstakur fundur um almenningssamgöngur í maí – upptaktur fyrir undirbúningsvinnu vegna Borgarlínu, nýs hágæða almenningssamgangnakerfis fyrir höfuðborgarsvæðið. Leitað til erlendra ráðgjafa til að vinna að nauðsynlegum greiningum og mótun legu línunnar í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
 • Kynnisferð til Evrópu og Ameríku í september.
 • Tímabundin ráðning verkefnisstjóra.
 • Samkomulag sveitarfélaganna á aðalfundi í byrjun desember um undirbúning að innleiðingu Borgarlínunnar í svæðisskipulag.
 • Sérstakur tölfræðivefur settur upp á heimasíðu SSH.
 • Mannfjöldaspá Þróunaráætlunar endurnýjuð m.t.t. uppfærslu spáa Hagstofunnar.

2017

 • Samkomulag við SRN um heildarúttekt á samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu sem fyrsta upplegg í viðræðum við ríkið um formlega aðkomu að uppbyggingu Borgarlínunnar.
 • Nýtt mat á stöðu húsnæðismarkaðarins.
 • Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna innleiðingar á Borgarlínu í skipulagi sveitarfélaganna samþykkt af aðildarsveitarfélögunum.
 • Þátttaka í vinnu velferðaráðuneytisins að mótun húsnæðissáttmála.
 • Þátttaka í framfylgd verkefna húsnæðissáttmála.

2018

 • Viljayfirlýsing milli samgönguráðherra og sveitarfélaganna um að útfæra tillögur um fyrsta áfanga Borgarlínu í samgönguáætlun og þátttaka í sérstökum viðræðuhópi í framhaldinu. Þann 21. september 2018 var undirrituð viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu milli íslenska ríkisins og SSH. Með þessari viljayfirlýsingu var lýst yfir vilja til þess að hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmið þeirra var að ná samkomulagi um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við fyrirliggjandi sameiginlegar tillögur frá febrúar 2018. Samkomulagið yrði hluti langtímaáætlunar ríkisins í samgöngumálum til ársins 2033, fjármálaáætlunar 2020-2024 og fjárfestingaáætlana sveitarfélaganna með fyrirvara um samþykkir Alþingis og viðkomandi sveitarstjórna. Stefnt skyldi að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftlagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaganna.

Hluti af viljayfirlýsingunni var að stofnaður yrði verkefnahópur undir forystu Hreins Haraldssonar fyrrverandi vegamálastjóra til þess að leiða viðræðurnar með aðilum frá ríki og sveitarfélögum.

Verkefnahópurinn skilaði skýrslu 19. nóvember 2018 með tillögum að heildstæðum samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og hélt stjórn SSH fund með öllum kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna 30. nóvember 2018.

 • Samningur við Þjóðskrá um sítengingu við gagnagrunn húsnæðismála, unnið að uppfærslu tölfræðivefs í kjölfarið.

2019

 • Þann 14. júní 2019 undirrituðu Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um samstarf um tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning á lagningu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu (Borgarlína). Markmið samkomulagsins var að skilgreina aðkomu sveitarfélaganna að samstarfi við ríkið um nauðsynlegan tæknilega og fjárhagslegan undirbúning vegna lagningar Borgarlínu. Gert var ráð fyrir að á árunum 2019 og 2020 yrði varið allt að 1600 millj. kr. í nauðsynlega undirbúningsvinnu, þ.e. forhönnun, skipulagsvinnu og gerð útboðsgagna vegna fyrsta áfanga verkefnisins. Samhliða var gerður samningur milli Vegagerðarinnar og SSH um samstarf við tæknilegan undirbúning fyrstu borgarlínuframkvæmdanna á höfuðborgarsvæðinu. Í samningnum var SSH falið að annast verkefnalega og fjárhagslega umsjón verkefnisins, leggja til starfsaðstöðu og nauðsynlega stoðþjónustu við fjársýslu, bókhald og skjalavistun. Í samkomulagi ríkis og sveitarfélaganna frá 26. september 2019 sem fjallað er um hér á eftir, eru framlög samningsins fjármögnuð. VSÓ vann skýrslu fyrir SSH varðandi umfang atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu, þ.á.m. óbyggt atvinnuhúsnæði í samþykktu skipulagi. Lagt mat á framtíðarþörf atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.
 • Þann 12. apríl 2019 skipuðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra stýrihóp um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til 2033. Stýrihópnum var falið að móta tillögur til ríkisstjórnar og sveitarfélaga á svæðinu um næstu skref í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu og fjármögnun þeirra. Viðræðurnar fóru fram í umboði þriggja ráðherra, forsætisráðherra, efnahags- og fjármálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og stjórnar SSH. Stýrihópurinn var skipaður af ráðherrunum þremur, formanni og varaformanni stjórnar SSH og borgarstjóra Reykjavíkur. Þá var skipaður starfshópur og í honum sátu einn fulltrúi frá hverju ráðuneyti og þrír fulltrúar frá SSH.
 • Samningaviðræður SSH við ríkið stóðu yfir meira og minna til 26. september 2019 en þann dag var undirritað samkomulag milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum, þar með talið innviðum almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til 15. ára, þ.e. til og með ársins 2033.
 • Samkomulagið fór í umræðu og afgreiðslu hjá sveitarfélögunum á sama tíma og umræða um samkomulagið fór fram á Alþingi s.s. í samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034.
 • SSH hélt utan um fjárhagslega umsýslu undirbúnings Borgarlínu á árinu 2019 og 2020.

2020

 • Leiðbeiningar um hönnun göngu- og hjólastíga gefnar út. Samstarfsverkefni SSH og Vegagerðar.
 • Ný vefsjá SSH opnuð á heimasíðu SSH. Tilgangur vefsjárinnar er að miðla kortum og tölfræðiupplýsingum sem hafa svæðisbundið mikilvægi fyrir höfuðborgarsvæðið, ásamt því að veita upplýsingar um stöðu mála hverju sinni í málaflokkum á borð við samgöngur, skipulag og umhverfisvernd
 • Niðurstöður ferðavenjukönnunar fyrir allt landið birtar. Samstarfsverkefni SSH, Vegagerðar og SRN.
 • Eftirfylgni með samkomulaginu var töluverð á árinu 2020 m.a. með aðkomu stjórnar SSH að frumvarpi um félagið, Betri Samgöngur ohf., sem stofnað var 2. október 2020. Undanfari stofnunar þess var meðal annars aðkoma SSH að samþykktum, hluthafasamkomulagi og skipun stjórnar hins nýja félags.
 • SSH hélt áfram utan um fjárhagslega umsýslu undirbúnings Borgarlínu á árinu og samgöngusáttmála.
 • SSH kom að samningaviðræðum við ríkið vegna skilavega.
 • október 2020 stofnuðu ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborg­ar­svæðinu: Garðabær, Hafnar­fjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgöngu­innviða á höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta nýja félag heitir Betri samgöngur ohf. og mun hafa yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar samgangna og fjármögnun þeirra, þar á meðal innviði almenningssamgangna.2021

2021

 • Eftirfylgni samkomulagsins heldur áfram á vettvangi SSH.
 • Ný þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020 – 2024 gefin út, þ.á.m. ný mannfjöldaspá, ný spá um fjölgun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, ný kort með uppbyggingarsvæðum yfir tímabilið og nýtt skapalón með samantekt á öllum skipulagsreitum á höfuðborgarsvæðinu með áætlun um hvenær uppbygging á skipulagsreitum lýkur.
 • Kynning á frumdrögum fyrstu lotu Borgarlínu og útgáfa félagshagfræðigreiningar fyrir fyrstu lotu.
 • SSH kom að samningaviðræðum sveitarfélaga við ríkið vegna skilavega.
 • Áfangaskýrsla vegna reksturs almenningssamgangna þ.m.t. Borgarlínu gefin út.
 • Opinn samráðsfundur um stöðu samgöngumála. Samstarf með SRN.

Svæðisskipulagsstjóri

Jón Kjartan Ágústsson
jon@ssh.is
sími 848-5271