Fara í efni

Velferð og samfélag

Megináherslur

  • Auka hamingu íbúa höfuðborgarsvæðisins
  • Stuðla að bættri menntun og tómstundum barna
  • Auka heilsueflingu og forvarnir
  • Bæta samstarf sveitarfélaganna við markmiðasetningu og utanumhald

VELLÍÐAN OG HEILSA
Við viljum....

  • Þróa og innleiða árangursmælikvarða fyrir velferðarþjónustu
  • Að boðið verði upp á fjölbreyttari þjónustu fyrir aldraða og fatlaða
  • Tryggja áframhaldandi samstarf í velferðartækni og móta sameiginleg stefnu höfuðborgarsvæðisins
  • Bæta aðgengi að grænum svæðum í íbúakjörnum til að stuðla að aukinni hreyfingu
  • Auka forvarnir og snemmtæka íhlutun í velferðarmálum
  • Að stofna til samstarfs við ríkið um heilsueflingu og forvarnir er snúa að ungu fólki

MENNTUN OG VIRKNI
Við viljum....

  • Skoða þróun og innleiðingu á árangursmælikvörðum fyrir menntamál
  • Endurhugsa menntun út frá þörfum nútímans og forsendum barna
  • Auka þátttöku barna frá efnaminni og fjölskyldum af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi
  • Skoða samræmdar reglur um frístundastyrki
  • Nýta skóla- og íþróttahús til fulls þar sem því er við komið
  • Huga að fjarlægð í íþrótta- og tómstundastarf svo börn geti gengið eða hjólað
  • Að foreldrar upplifi samfellt ferli á dagvistun eftir fæðingarorlof

SAMFÉLAG
Við viljum....

  • Stuðla að jafnrétti íbúa á höfuðborgarsvæðinu
  • Kortleggja markmið svæðisskipulags og sveitarfélaga
  • Mælaborð sem sýnir samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins í alþjóðlegum samanburði verði tilbúið árið 2022
  • Sveitarfélögin vinni að gerð fjármagnaðrar aðgerðaráætlunar um innleiðingu heimsmarkmiða fyrir lok árs 2021
  • Samvinnuhópur sveitarfélaganna vinni að samhæfingu húsnæðisstefna sem verði samþykkt í öllum sveitarstjórnum

 

Megináherslur og mælanleg markmið

Aukin hamingja íbúa
Að 65% íbúa höfuðborgarsvæðisins upplifi sig hamingjusama
Að 85% aldraða séu ánægð með heimaþjónustu og dagvistunarúrræði

Bætt menntun og tómstundir barna
Að auka þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi um 10%

Auka heilsueflingu og forvarnir
Að 74% ólögráða ungmenna (13-15 ára) meti andlega heilsu sína góða/mjög góða
Að 83% ólögráða ungmenna (13-15 ára) meti líkamlega heilsu sína góða/mjög góða
Að 68% ólögráða ungmenna (16-18 ára) meti andlega heilsu sína góða/mjög góða
Að 84% ólögráða ungmenna (16-18 ára) meti líkamlega heilsu sína góða/mjög góða

Bætt samstarf sveitarfélaganna við markmiðasetningu og utanumhald

Staða og vilji haghafa á höfuðvorgarsvæðinu

Gera meira af:

  • Auka barnalýðræði í skólum
  • Auka forvarnir almennt - veip
  • Auka græn svæði í íbúakjörnum þar sem möguleikar eru á leik og hreyfngu
  • Styðja betur við börn frá efnaminni heimilum - tómstundarkortið
  • Tryggja ungum foreldrum góð úrræði í dagvistun fyrir börn eftir að fæðingarorlofi lýkur
  • Stefna að því að öll börn fái leikskólavist í sínu hverfi - stytta vegalengd
  • Huga betur að geðheilbrigðismálum - snemmtæk íhlutun
  • Samþætta innflytjendur betur - stéttaskipting
  • Huga að því að íþrótta- og tómstundariðkun barna geti farið fram í göngufæri og hjólafæri - öryggi
  • Styðja betur við börn af erlendum uppruna, koma þeim betur inn í tómstundir og félagslíf
  • Vinna betur að tengingu leik og grunnskóla - meira flæði þar á milli

Byrja að:

  • Nýsköpun í menntun, brjóta upp gömul form
  • Byrja á Sundabraut
  • Innleiða hvata til að draga úr veikindum starfsfólks
  • Nýta skólahúsnæði betur, t.d. fyrir tónlistakennslu
  • Heiðmörk - þjóðgarður í borg
  • Græn svæði inni í borgum - betri velferð, minna álag
  • Tómstundir, íþróttir og tónlist: skilgreina betur þennan týnda hóp
  • 1 árs - fyrsta árið í leikskóla, 5 ára í grunnskóla, útskrifast ári fyrr úr grunnskóla
  • Stækka græna trefilinn
  • Samræma flokkun og stefnur í úrgangsmálum

Draga úr:

  • Vatnssóun • Fundum og skýrslugerð í grunnþjónustu
  • Greiningum barna í skólakerfi
  • Sálarlausri steypu og andlausum svæðum
  • Keyra börnin í tómstundir
  • Misræmi í eignum og verði á félagslegu húsnæði
  • Hætta að dæla óhreinsuðu skólpi í sjóinn - huga betur að umhverfi
  • Flokkun á sorpi á marga vegu
  • Nota minna jarðefnaeldsneyti á almenningssamgöngutæki

Hætta að:

  • Að skipulegga allt út frá einkabílnum
  • Að dæla seyru út í Faxaflóa
  • Hætta að hugsa eins og við séum eyjur - vinna meira saman