Fara í efni

Atvinna og nýsköpun

Megináherslur:
 • Stuðla að aukinni áherslu á iðn-, list- og verknám
 • Auka stuðning við nýskpðun og nýsköpunarfyrirtæki
 • Auka vægi stafrænnar stjórnsýslu og hagnýtingu stafrænnar tækni
 • Efla frekar svæðasamvinnu og samstarf á höfuðborgarsvæðinu

 


IÐN-, LIST- OG VERKNÁM
Við viljum....

 • Bjóða öllum grunnskólanemendum fræðslu um ólík störf
 • Auka hlutfall nemenda sem velja sér annað en bóknám eftir grunnskóla
 • Koma á iðnnámi án skilyrða um samning
 • Efla menntun kennara
 • Að unnin sé skýr áætlun um með hvaða hætti iðn-, list- og verkgreinakennurum verði fjölgað í samstarfi við ríkið

NÝSKÖPUN
Við viljum....

 • Auka stuðning við nýsköpun og nýsköpunarfyrirtæki
 • Leggja grunn að nýsköpunarsjóði höfuðborgarsvæðisins
 • Auka áherslu á nýsköpun í úrgangsmálum
 • Skoða tækifæri höfuðborgarsvæðisins í ferðaþjónustu
 • Skoða hvort nýta megi frekar framsæknar og lausnamiðaðar nýsköpunarhugmyndir í menntamálum fyrir höfuðborgarsvæðið sem heild sbr. Fab Lab og Betri borg fyrir börn
 • Auka áherslu á nýsköpun í velferðarmálum t.d. til að skapa fjölbreyttari þjónustu við aldraða

STAFRÆN STJÓRNSÝSLA
Við viljum....

 • Auka vægi stafrænnar stjórnsýslu og hagnýtingar stafrænnar tækni
 • Að hægt verði að sækja um byggingarleyfi og fylgjast með ferlinu rafrænt í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu
 • Að hægt verði að sjá rafrænt allar lóðir á höfuðborgarsvæðinu sem eru úthlutunarhæfar og í þróun
 • Auka samnýtingu stafrænna lausna í rafrænni þjónustu

SAMVINNA SVEITARFÉLAGA
Við viljum....

 • Efla svæðasamvinnu og samstarf á höfuðborgarsvæðinu
 • Stofna samvinnuhóp sveitarfélaga, háskóla og atvinnulífs
 • Koma á einu samvinnurými í kjarna hvers sveitarfélags. Rýmin yrðu staðsett þar sem borgarlínan stoppar

Megináherslur og mælanleg markmið

Aukin áhersla á iðn-, list- og verknám
Að hlutfall nema sem velja annað en bóknám að grunnskólanámi loknu verði 20%

Auka stuðning við nýsköpun og nýsköpunarfyrirtæki
Að fjölga frumkvöðla fyrirtækjum um 5%

Auka vægi stafrænnar stjórnsýslu og hagnýtingar stafrænnar tækni
Að koma mælingum og markmiðum svæðisskipulagsins á sýnilegt form fyrir 1. júní 2020

Efla frekar svæðasamvinnu og samstarf á höfuðborgarsvæðinu
Að fjölga samstarfsverkefnum höfuðborgarsvæðisins um 30%

Staða og vilji haghafa á höfuðborgarsvæðinu

Gera meira af:

 • Auka atvinnutækifæri og þátttöku eldra fólks í samfélaginu
 • Auka frelsi til atvinnuþátttöku
 • Örva nýsköpun
 • Undirbúa okkur betur fyrir fjórðu iðnbyltinguna - í skólum og atvinnulífi
 • Fjölga hátæknistörfum
 • Auka framboð á lóðum fyrir atvinnuhúsnæði
 • Tengja betur skóla og atvinnulíf
 • Auka atvinnutækifæri fólks með skerta starfsgetu
 • Sveigjanlegum vinnutíma
 • Einfalda alla ferla - auka rafræna ferla og auka stafræna þjónustu
 • Mæta þörfum atvinnulífs vegna úrgangsmála
 • Bæta samgöngur við nærsvæði höfuðborgar
 • Auka aðgengi að metan sem orkugjafa fyrir samgöngur

Byrja að:

 • Styðja betur við sprotafyrirtæki/grasrótarsamtök
 • Auka nýsköpun í menntamálum - í takt við tímann
 • Byggja upp fleiri FabLab smiðjur
 • Móta samræmda stefnu vegna vaxtarfyrirtækja/klasa
 • Efla samstarf SSH og háskóla - rannsóknir, þróunarverkefni
 • Ræða sameiningu sveitarfélaga
 • Innleiða byggingargátt
 • Koma á sameiginlegum nýsköpunarsjóð fyrir svæðið
 • Hefja samstarf um nýsköpunarverkefni óháð sveitarfélögum (yfir mörk)
 • Meiri samvinna um staðsetningu atvinnuuppbyggingar
 • Meiri stuðningur við sprota
 • Fjölbreyttara styrkjakerfi á svið rannsókna og nýsköpunar
 • Iðngarðar með tilbúnu infrastrúktúri - styðja við ný fyrirtæki
 • Styðja við BioLed klasa og stuðla að hraðli

Draga úr:

 • Fasteignasköttum á fyrirtæki
 • Bílferðum til vinnu
 • Draga úr samkeppni á milli sveitarfélaga
 • Draga úr þörf fólks til að nota einkabílinn
 • Draga úr töfum í umferðinni

Hætta að:

 • Að leggja ofuráherslu á bóklegt nám