Fara í efni

2.2 Hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum innan svæðisins árið 2040 verður a.m.k. 12%.

Almenningssamgöngur innan þéttbýlis höfuðborgarsvæðisins eiga að mynda heildstætt tveggja laga kerfi. Annars vegar verður byggt upp nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlína, sem flytur fjölda fólks á milli helstu kjarna og valinna þróunarsvæða. Hins vegar er strætisvagnakerfi, sem verður aðlagað hágæðakerfinu og myndar net um þéttbýli höfuðborgarsvæðisins.

Unnið verður að markvissri þróun og uppbyggingu Borgarlínu, hágæða almenningssamgöngukerfis sem hefur mikla flutningsgetu, hátt þjónustustig og ferðast í sérrými, þ.e. kemst greitt milli staða óháð töfum í bílaumferð (Fylgirit 6).

Áætlanir um uppbyggingu húsnæðis og hágæðakerfis verða samtvinnaðar til að hægt sé að uppfylla ferðaþarfir sem flestra íbúa og ferðamanna með kerfinu og byggja um leið sterkari farþegagrunn. Þannig myndar hágæðakerfið kjarnann í samgöngu- og þróunarási höfuðborgarsvæðisins. 

Hágæðakerfi almenningssamgangna, annað hvort hraðvagnakerfi (e. Bus Rapid Transit) eða léttlestarkerfi (e. Light Rail Transit) eru til staðar eða í uppbyggingu á fjölmörgum borgarsvæðum sem eru með sambærilegan íbúafjölda og í örum vexti eins og höfuðborgarsvæðið.

Hefðbundið strætisvagnakerfi verður lagað að hágæðakerfinu, hágæða stoppistöðvar skipulagðar með tilliti til aðgengis hjólandi og gangandi og grundvöllur þess að veita gott aðgengi einkabíla að endastöðvum í hágæðakerfinu verður kannaður.

Við útfærslur Borgarlínu í aðalskipulögum sveitarfélaga skal taka mið af töflu 3 um málsmeðferð í 4. kafla.

Hágæðakerfi almenningssamgangna, annað hvort hraðvagnakerfi (e.Bus Rapid Transit) eð aléttlestarkerfi (e. Light Rail Transit) eru til staðar eða í uppbyggingu á fjölmörgum borgarsvæðum sem eru með sambærilegan íbúafjölda og í örum vexti eins og höfuðborgarsvæðið

Þemakort

TextaboxKort 3 -Hjólreiðastígar og tíðni strætisvagna

Þemakort 3 Hjólreiðastígar og tíðni strætisvagna

Skilvirkar samgöngur og nútímalegt samgöngukerf

Aðgerðir tengdar markmiði

Svo að markmið 2.2 nái fram að ganga munu sveitarfélögin vinna að eftirfarandi aðgerðum og/eða beita sér í samstarfi með eftirnefndum aðilum.

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

2.2.1 Svæðisskipulagsnefnd, í samvinnu við sveitarfélög, greinir nánar og ákvarðar eins og hægt er legu hágæðakerfis almenningssamgangna (Borgarlínu) og útfærslu samgönguog þróunaráss. Þeirri grunnvinnu skal lokið fyrir lok árs 2016. Í ferlinu verður hagkvæm áfangaskipting á uppbyggingu kerfisins ákvörðuð út frá núverandi byggð og skipulagðri byggðaþróun. Samhliða verða uppbyggingaráform endurskoðuð og sett verður fram tímasett stefna um uppbyggingu sveitarfélaganna á samgöngu- og þróunarásnum. Þeirri stefnu skal fylgja í þróunaráætlunum til að tryggja að tímasetning uppbyggingar byggðar og Borgarlínu fylgist að. Lega samgöngu- og þróunaráss og uppbygging hans skal bundin í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins þegar hún liggur fyrir með breytingu eða endurskoðun sbr. töflu 3. Sveitarfélögin innleiða jafnframt samgöngu- og þróunarás í aðalskipulagsáætlanir. 

2.2.3 Svæðisskipulagsnefnd hefur þróunaráætlun hverju sinni til grundvallar í viðræðum við ríkið vegna endurskoðunar samgönguáætlunar og mótunar annarra opinberra áætlana.


2.2.4 SSH fylgir eftir niðurstöðum þróunaráætlunar í viðræðum við ríkið vegna endurskoðunar samgönguáætlunar og mótunar annarra opinberra áætlana.


2.2.5 SSH kallar eftir fjármögnun frá sveitarfélögum og ríki til að markmið um a.m.k. 12% hlutdeild almenningssamgangna árið 2040 gangi eftir.

 

Sveitarfélög og byggðasamlög

2.2.6 Sveitarfélögin vinna með svæðisskipulagsnefnd og SSH nánari greiningu og ákvarða eins og hægt er legu
hágæðakerfis almenningssamgangna og útfærslu samgönguog þróunaráss. Þeirri grunnvinnu á að ljúka fyrir lok árs 2016. Sveitarfélögin innleiða að því loknu legu hágæðakerfis og helstu stoppistöðvar almenningssamgangna í aðalskipulagsáætlanir.


2.2.7 Sveitarfélögin og Strætó bs. aðlaga þjónustu strætisvagna að hágæðakerfi þannig að til verði tveggja laga samþætt almenningssamgöngukerfi með skilvirkum tengingum. 

2.2.8 Sveitarfélögin skapa góðar tengingar og góða aðstöðu fyrir reiðhjól við stoppistöðvar hágæðakerfis og meginstoppistöðvar strætisvagna til að auðvelda samtengingu þessara ferðamáta. Sveitarfélögin, í samvinnu við SSH, kanna kosti og galla þess að færa ábyrgð og fjármuni vegna stoppistöðva frá sveitarfélögunum til Strætó bs.

 

Aðkoma og aðgerðir annarra

2.2.9 Vegagerðin taki þátt í nánari greiningu og ákvörðun um legu hágæðakerfis almenningssamgangna og útfærslu samgöngu- og þróunaráss. Þeirri grunnvinnu á að ljúka fyrir lok árs 2016.

2.2.10 Nauðsynlegt er að samgönguyfirvöld tryggi nægjanlegt fjármagn til uppbyggingar og reksturs almenningssamgangna þannig að markmið um a.m.k. 12% hlutdeild þeirra árið 2040 gangi eftir.