Fara í efni

Álag í skólastarfi - ástæður og úrbætur

Markmið verkefnisins er greina ástæður álags innan skólakerfisins og móta tillögur aðgerðum til úrbóta og styrkja þannig jákvæða ímynd skólastarfsins.

Mikið álag virðist vera innan skólakerfisins sem hefur áhrif á starfsfólk og nemendur. Verkefnastjórarnir taka greiningarviðtöl við stjórnendur og starfsfólk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og greina af þeim ástæður þessa álags. Fram hafa farið rýnihópaviðtöl í 25 ólíkum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og þá er upplýsingum einnig safnað í gegnum spurningakönnun sem send er á alla grunnskóla á svæðinu. Út frá þeim niðurstöðum sem fást í gegnum þessa gagnaöflun verða settar fram tillögur um sameiginleg úrbótaverkefni sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geti ráðist í til draga úr álagi í skólastarfi.

Niðurstöður og tillögur úrbótum eru væntanlegar í mars 2026.

Verkefnastjórar:
Dr. Lilja M. Jónsdóttir og dr. Ingvar Sigurgeirsson kennslufræðingar og fyrrverandi háskólakennarar.



Ljósmynd tekin við undirritun samnings 14. maí 2025 talið frá vinstri:
Hanna Borg Jónsdóttir SSH, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, dr. Lilja M. Jónsdóttir og dr. Ingvar Sigurgeirsson.

Skólar og menntun í fremstu röð

Skýrslur frá 2013-2014

Hluti af sóknaráætlunarverkefni höfuðborgarsvæðisins 2013
Eldri skýrslur

Skólar og menntun í fremstu röð - Sameiginleg könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara -Ágúst 2012

Við gerð kjarasamnings í maí 2011 sammæltust Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara (FG) í bókun 2 um að halda áfram vinnu á grundvelli sameiginlegrar framtíðarsýnar í skólamálum til ársins 2020. Framtíðarsýnin var unnin skv. sameiginlegum samningsmarkmiðum og markmiðum í kjarasamningi aðila frá 2008. Vinnan leiddi af sér könnun sem var lögð fyrir alla kennara á netfangalista Félags grunnskólakennara dagana 20. janúar til 6. febrúar 2012 og bárust svör frá 2.616 kennurum.

Eldri skýrslur

Skólar og menntun í fremstu röð – Samantekt

Tilgangur verkefna í þessum flokki var að skilgreina og nýta möguleg sóknarfæri til að efla og samþætta skólastarf á öllum skólastigum með það að markmiði að skólastarf á höfuðborgarsvæðinu sé til fyrirmyndar.

Eldri skýrslur
01.04.2014

Skólar og menntun í fremstu röð - Árangur og einkenni grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu í alþjóðlegu samhengi -Apríl 2014

Skýrslan var gefin út af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2014 og unnin af Almar M. Halldórssyni og Kristjáni K. Stefánssyni fyrir verkefnið „Skólar og menntun í fremstu röð“ í tengslum við Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins.

Eldri skýrslur
01.01.2014

Skólar og menntun í fremstu röð - Árangur, líðan og væntingar nemenda í innlendum og erlendum samanburði - Rannsóknir og greining -Mars 2014

„Árangur, líðan og væntingar nemenda í innlendum og erlendum samanburði“ var hluti af verkefninu Gæði skólastarfs í alþjóðlegum samanburði í verkefnaflokknum Skólar og menntun í fremstu röð. Verkefnið var hluti af Sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið 2013 sem var fjármögnuð m.a. af ríkissjóði samkvæmt sérstökum samningi þar um.

Eldri skýrslur
01.03.2014

Skólar og menntun í fremstu röð - Samvinna skólastiga frá leikskóla að háskóla

„Samvinna skólastiga frá leikskóla að háskóla“ var hluti af Sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið 2013 sem var fjármagnað m.a. af ríkissjóði samkvæmt sérstökum samningi þar um.