Fara í efni

Skólar og menntun í fremstu röð - Samvinna skólastiga frá leikskóla að háskóla

„Samvinna skólastiga frá leikskóla að háskóla“ var hluti af Sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið 2013 sem var fjármagnað m.a. af ríkissjóði samkvæmt sérstökum samningi þar um.

„Nám nemenda verði skipulagt sem heildstætt ferli frá leikskóla og upp til loka framhaldsskóla. Lögð varð áhersla á samfellu skólastarfs og aukið samstarf fagfólks á mismunandi skólastigum, með þarfir nemenda í huga.“

Á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) var hrint í framkvæmd áætlun um aðgerðir til að auka samfellu skólastarfs frá leikskóla til og með framhaldsskóla. Áhersla var á að hagsmunir nemenda ráði för um skipulag og inntak náms.

Ýtt var undir formlegt samstarf kennara og stjórnenda á aðliggjandi skólastigum um starfshætti og inntak náms með það fyrir augum að auka samfellu í námi nemenda. Þá var unnið að því að upplýsingar um námsstöðu nemenda fylgi nemendum á milli skólastiga og verði nýttar við skipulag náms á efra skólastigi.

Í samhengi við mögulegan flutning framhaldsskóla til sveitarfélaga og samræmingu á rekstri allra skólastiga fram til háskólanáms á einni hendi var skoðað hvort rétt sé að lengja skólaskyldu, s.s. með því að gera síðasta ár leikskólans að skólaskyldu.

Verkefnastjóri var Skúli Helgason.