Fara í efni

Leiðarljós 3 úr svæðisskipulagi

Aukin alþjóðleg samkeppnishæfni

Höfuðborgarsvæðið býður upp á eftirsóknarvert umhverfi fyrir fólk, fyrirtæki og fjárfestingar. Kjarnar með nútíma samgöngum skapa möguleika á spennandi uppbyggingu fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi um alla borgarbyggðina.

 

Um allan heim er þróunin sú að fólk og fyrirtæki sækja í aukum mæli á öflug borgarsvæði. Landamæri skipta æ minna máli og því getur það skipt sköpum fyrir Ísland að höfuðborgarsvæðið sé samkeppnishæft á alþjóðavísu. Höfuðborgarsvæðið keppir einkum við erlend borgarsamfélög um ungt, vel menntað fólk og fyrirtæki. Höfuðborgarsvæðið stendur öðrum borgarsvæðum að baki hvað varðar efnahagsumsvif skapandi greina og ýmsa aðra þætti sem snerta lífskjör og samkeppnishæfni. Að óbreyttu er því hætta á að höfuðborgarsvæðið og þar með landið allt dragist aftur úr í samkeppni um fólk og fjármagn (Fylgirit 4).


Í Höfuðborgarsvæðinu 2040 er ein megináherslan á að auka samkeppnishæfni með því að skapa góð skilyrði fyrir þekkingariðnað og aðra vaxtarsprota. Einn helsti styrkleiki höfuðborgarsvæðisins er fólginn í nálægð við alþjóðlegar gáttir, Keflavíkurflugvöll og Sundahöfn. Þetta auðveldar fyrirtækjum aðgengi að erlendum mörkuðum. Atvinnulíf þarf að geta treyst á öfluga innviði s.s. nútímalegar samgöngur og örugg fjarskipti. Samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins eykst enn fremur ef svæðið verður áfram eftirsóknarvert til búsetu og þar skipta sköpum þættir á borð við aukin umhverfisgæði, bætta lýðheilsu og aðgengi að náttúrulegu umhverfi.

Skýringarmynd

Mynd 8 -Samspil skilvirkra samgangna og eftirsóknarverðra uppbyggingarsvæða

Höfuðborgarsvæðið sem eitt markaðs- og atvinnusvæði. Atvinnustarfsemi nýtur góðs af nýju hágæðakerfi sem einfaldar ferðamáta. Svæðið býður upp á fjölbreytt umhverfi fyrir ólíkar þarfir atvinnulífsins.

Aukin alþjóðleg samkeppnishæfni
Eftirfarandi markmið, sem endurspegla leiðarljós 3, eru sett fram sem stefna Höfuðborgarsvæðisins 2040: