Fara í efni

Leiðarljós 6 úr svæðisskipulagi

Árangursríkt samstarf um þróun höfuðborgarsvæðisins

Sveitarfélögin eiga í nánu samstarfi og styðja við framfylgd á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 til að tryggja sjálfbæran vöxt og hagkvæma byggðaþróun. 

 

Stefnumótun um árangursríkt samstarf skapar umgjörð fyrir nánara samstarf sveitarfélaganna sem leiðir til aukinnar hagkvæmni, betri samgangna, sjálfbærni í byggðaþróun og styður betri ákvörðunartöku við úrlausn sameiginlegra hagsmunamála íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Með auknu samstarfi eykst þörfin á virkum samstarfsvettvangi og öflugu utanumhaldi. Skrifstofa SSH verður svæðisskipulagsnefnd til halds og trausts með framfylgd Höfuðborgarsvæðisins 2040 og viðhaldi reglulega lykiltölum um byggðaþróun, aðstoði sveitarfélögin við mótun styttri þróunaráætlana, sameiginlegra leiðbeininga og annist eftirfylgni á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040.

Árangursríkt samstarf um þróun höfuðborgarsvæðisins
Eftirfarandi markmið, sem endurspegla leiðarljós 6, eru sett fram sem stefna Höfuðborgarsvæðisins 2040: