Fara í efni

Strætó bs.

Meginhlutverk byggðasamlagsins er að veita almenna þjónustu á sviði almenningssamgangna, innan þess fjárhagsramma sem samlaginu er sett og nýta það fjármagn sem best til að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavina. Undir þetta hlutverk fellur rekstur almenningsvagna (strætó), ferðaþjónusta fatlaðra og ferðaþjónusta eldri borgara.

Stefna byggðasamlagsins er að auka þjónustu og gæði til viðskiptavina sinna, efla almenningssamgöngur og auka hagkvæmni þeirra.