Skólar og menntun í fremstu röð - Árangur og einkenni grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu í alþjóðlegu samhengi -Apríl 2014
Samkvæmt rannsókninni er lesskilningur 15 ára nemenda í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu afar stöðugur undanfarin áratug, líkt og í sveitarfélögum af svipaðri stærð í Danmörku og Noregi.
Nemendur á höfuðborgarsvæðinu notuðu bókasöfn langtu minna en gengur og gerist á öllum hinum Norðurlöndunum og almennt í OECD löndunum. Ánægja af lestri, fjölbreytni í lesefni og lestur á netinu er hins vegar sambærilegt því sem almennt gerist í sambærilegum sveitarfélögum á hinum Norðurlöndunum.
Viðhorf nemenda til stærðfræðináms hefur líka þróast með jákvæðum hætti:
Trú á eigin getu (e. self-efficacy) í stærðfræði var sterkari á höfuðborgarsvæðinu en almennt á Norðurlöndum.
Þegar horft er til heilsu og líðanar kemur í ljós að tóbaks-, áfengis- og kannabisneysla var miklu minni hér á landi en almennt í heiminum og að forvarnir hérlendis hafa skilað einstökum árangri.
Skólabragur er almennt mun jákvæðari á höfuðborgarsvæðinu en í sambærilegum sveitarfélögum á hinum Norðurlöndunum. Það skólaumhverfi sem nemendur á höfuðborgarsvæðinu hrærast í fengu samkvæmt þessum niðurstöðum hámarkseinkunn og var til fyrirmyndar á allan hátt í samanburði við hin Norðurlöndin.
Viðhorf nemenda á höfuðborgarsvæðinu til skóla var mjög jákvædd og hefur haldist stöðugt undanfarinn áratug.
Verkefnastjóri var Skúli Helgason.