Fara í efni

Þróunar- og forvarnarverkefni í samstarfi með Fjölsmiðjunni

Fjölsmiðjan er vinnu- og fræðslusetur fyrir ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu.

Ætlunin er að styðja við og þróa úrræðið Fimm leiðir að vellíðan, sem er ætlað að þjálfa nema Fjölsmiðjunar í að taka fleiri farsælarákvarðanir í lífinu, þróa skráningar á framförum hjá nemum og vinna úr skráningum til að meta betur árangur af verkefninu.

Virkniúrræðið Fimm leiðir að vellíðan byggir á eftirfarandi fimm leiðum:

  • Myndum tengsl
  • Hreyfum okkur
  • Tökum eftir
  • Höldum áfram að læra
  • Gefum af okkur

Samhliða er byggt á stuðningi og reynslu utanaðkomandi fagaðila og starfsmanna Fjölsmiðjunnar.