Fara í efni

Sóley, styrktarsjóður nýsköpunar og samkeppnisverkefna

Sóley, styrktarsjóður á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, er nýttur til styrkveitinga til nýsköpunar- og samkeppnisverkefna svo og annarra styrkveitinga á grundvelli sóknaráætlunar ef við á, en Sóley er hluti af framfylgd sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020-2024.

Stjórn SSH tekur ákvörðun um styrkveitingar hverju sinni og er sérstaklega auglýst eftir umsóknum. 

Albúm

Úthlutun 03.03.2021

Hinn 3. mars 2021 fór fram í fyrsta skipti úthlutun styrkja úr Sóley, en þá voru veittir styrkir til nýsköpunarverkefna á sviði ferðaþjónustu. Alls bárust 14 umsóknir um styrki úr sjóðnum en úthlutunarnefnd sjóðsins lagði til að styrkur yrði veittur til fjögurra verkefna.