Stjórn SSH
eftir kosningar 2022
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, skammstafað SSH, eru sameiginleg hagsmunasamtök þeirra sjö sveitarfélaga sem mynda höfuðborgarsvæðið.
Núverandi aðilar að samtökunum, og eigendur þeirra eru:
Samtökin voru stofnuð 4. apríl árið 1976. Stofnaðilar voru Reykjavíkurborg, Kópavogskaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Seltjarnarneskaupstaður og Mosfellshreppur.
SSH eru sameiginlegur málsvari aðildarsveitarfélaganna og gæta hagsmuna þeirra.
SSH eru samstarfs- og samvinnuvettvangur aðildarsveitarfélaganna vegna sameiginlegra verkefna og hagsmunamála þeirra. SSH eru sameiginlegur vettvangur
sveitarfélaganna til að fjalla um rekstur þeirra samstarfsverkefna, t.d. byggðasamlaga, sem sveitarfélögin reka sameiginlega hverju sinni.
Skal starfsemi SSH m.a. stuðla að eftirfarandi markmiðum:
SSH skulu hafa frumkvæði að vöktun, greiningu, umræðu og kynningu á málum sem líkleg eru til að stuðla að framgangi ofangreindra markmiða. Með sama hætti skulu SSH fylgjast með nýjungum á sviði sveitarstjórnarmála jafnt innalands sem erlendis og miðla þeim til aðildarsveitarfélaganna.
SSH skulu standa fyrir reglubundnu samráði við ríkisvaldið, ráðuneyti og stofnanir um málefni er varða hag sveitarfélaganna og vinna með þeim hætti að framþróun og hagsmunum höfuðborgarsvæðisins.
eftir kosningar 2022
markmið samtakanna
frá aðalfundi SSH 18.11.2022
Aðalfundur SSH var haldinn föstudaginn 1. nóvember 2024 í Hlégarði í Mosfellsbæ. Auk almennra aðalfundastarfa urðu formannsskipti í stjórn SSH. Formennska í stjórn samtakanna skiptist milli framkvæmdastjóra sveitarfélaganna þannig að hver þeirra gegnir því embætti í tvö ár.
Langi þig að vinna í lifandi umhverfi að mikilvægum og fjölbreyttum verkefnum sem auka lífsgæði í samfélaginu, þá er þetta starfið fyrir þig.
Ríkið og sex sveitarfélög innan SSH gera samkomulag um uppfærðan Samgöngusáttmála