Aðalfundur SSH 2025
Fyrir utan hefðbundin aðalfundastörf var tekin umræða um hvar tækifærin liggja í auknu samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru undirritaðir samningar við Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og um svæðisbundið farsældarráð.
Nokkrir fjölbreyttir fyrirlestrar voru fluttir á aðalfundinum. Þórdís Sveinsdóttir sviðsstjóri Þróunarsviðs Sambandsins fjallaði um tækifæri í stafrænu samstarfi og erlendar fyrirmyndir og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH fór yfir helstu tækifæri og áskoranir á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þá fór Gunnar Úlfarsson hagfræðingur hjá viðskiptaráði yfir tækifæri og áskoranir í samstarfi sveitarfélaga og Grétar Þór Eyþórsson prófessor við Háskólann á Akureyri horfði yfir sviðið í ljósi SSH.
Að loknum fyrirlestrum hélt Kristján Kristjánsson fjölmiðlamaður utan um pallborðsumræður þar sem þátt tóku framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ásamt fundarmönnum.
Pallborðsumræður, talið frá vinstri: Kristján Kristjánsson, Þorbjörg Gísladóttir Kjós, Þór Sigurgeirsson Seltjarnarnesi, Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogi, Almar Guðmundsson Garðabæ, Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík, Valdimar Víðisson Hafnarfirði og Regína Ásvaldsdóttir Mosfellsbæ.
/ljósm. Hallur Karlsson
Því næst voru undirritaðar samningar við Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og um svæðisbundið farsældarráð.
Að lokum fóru fram hefðbundin aðalfundastörf.
SSH munu greina betur frá fundinum hér á heimasíðu SSH á næstunni.

/ljósm. Hallur Karlsson