Fara í efni

Skólar og menntun í fremstu röð - Höfuðborgarsvæðið sem háskólaborg

„Höfuðborgarsvæðið sem háskólaborg“ var hluti af verkefnaflokknum Skólar og menntun í fremstu röð, sem fellur undir Sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið 2013. Markmið verkefnisins var að skapa aðlaðandi vettvang fyrir háskólanám í augum innlendra og erlendra námsmanna.

Í framtíðarsýn verkefnisins segir m.a.:

„Sveitarfélögin á svæðinu taka þátt í að stuðla að byggingu námsmannaíbúða, fjölbreyttum samgöngukostum og þjónustu við barnafjölskyldur. Þau tryggja þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku sveitarfélaganna um brýnustu hagsmunamál ungu kynslóðarinnar.“

Lögð er áhersla á fjölgun lítilla og hagkvæmra íbúða fyrir námsmenn, uppbyggingu nýrrar stúdentabyggðar við Kársnes og skilvirkar almenningssamgöngur. Einnig er gert ráð fyrir auknum áhrifum ungs fólks á stefnumótun sveitarfélaga og að Reykjavík verði markaðssett sem spennandi háskólaborg í alþjóðlegum samanburði.

Skýrslan var gefin út af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í maí 2014.

Verkefnastjóri var Skúli Helgason.