Fara í efni

Gæði skólastarfs í alþjóðlegum samanburði - Framtíðarsýn og aðgerðaáætlun verkefnastjórnar -Mars 2014

„Gæði skólastarfs í alþjóðlegum samanburði“ er hluti af Sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið 2013 sem er fjármagnað m.a. af ríkissjóði samkvæmt sérstökum samningi þar um.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammælast um að gera menntamál að sameiginlegu forgangsverkefni sínu til ársins 2020. Ráðstöfun fjármagns, stefnumörkun og aðgerðir taka mið af þeirri forgangsröðun. Meginmarkmið er að höfuðborgarsvæðið skipi sér í hóp þeirra svæða á Norðurlöndum sem ná bestum árangri í skólastarfi.

Mótaðar verði sameiginlegar áherslur höfuðborgarsvæðisins í skólamálum á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), með það að markmiði að auka gæði skólastarfs, auka þjónustu við nemendur, bæta árangur og líðan nemenda, efla samstarf foreldra og skóla og gera kennslu að eftirsóknarverðum starfsvettvangi, með áherslu á fagmennsku, virðingu og góð starfskjör.

Verkefnastjóri var Skúli Helgason