Skólar og menntun í fremstu röð - Símenntun á vinnumarkaði
Framtíðarsýn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er að vinna með aðilum vinnumarkaðarins og menntastofnunum að því að efla mannauð á vinnumarkaði, með það að markmiði að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu tilbúnir til að takast á við breyttar áherslur á vinnumarkaði á hverjum tíma.
Lagt er til að komið verði á fót Símenntunartorgi, sameiginlegum gagnagrunni um símenntun og framhaldsfræðslu á höfuðborgarsvæðinu. Markmið Símenntunartorgs verði að auðvelda aðgang að og halda utan um símenntun og framhaldsfræðslu, með gagnvirkni upplýsinga þannig að notandi geti áttað sig á stöðu sinni og fengið leiðbeiningar um mögulegar leiðir varðandi símenntun og starfsþróun, umsóknir um nám og störf o.s.frv.
Í skýrslunni er jafnframt lögð áhersla á samstarf í stað samkeppni, þar sem sveitarfélögin, fræðsluaðilar, ríkið og aðilar vinnumarkaðarins vinni sameiginlega að því að móta skilvirkt og samræmt kerfi símenntunar fyrir svæðið. Samhliða er lögð áhersla á aukna þátttöku í símenntun með beitingu hvata og mótun hnitmiðaðrar stefnu.
Verkefnastjóri var Skúli Helgason.