Fara í efni

Fréttir

Fréttir | Byggðasamlög
22. ágúst 2023

Áskorun SSH til ráðherra varðandi aukna kostnaðarhlutdeild Úrvinnslusjóðs

SSH hefur skorað á ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að sjá til þess að ráðuneytið eða Úrvinnslusjóður mæti auknum kostnaði sveitarfélaga við að uppfylla lagaskyldur um sérstaka söfnun og aðra meðhöndlun á úrgangi sem ber framlengda framleiðendaábyrgð til samræmis við ákvæði laga.

Fréttir | Um SSH
14. ágúst 2023

Yfirlýsing SSH vegna málefna hælisleitenda

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu harma stöðu þeirra hælisleitenda sem nú eru án grunnþjónustu en mótmæla um leið afstöðu ríkisins varðandi ábyrgð í málinu og hafa óskað eftir tafarlausu samtali við félags- og vinnumálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Frá undirritun Loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins í dag. Frá vinstri: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar, Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri Kjósarhrepps, Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og formaður stjórnar SSH, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)
Fréttir | Sóknaráætlun
11. ágúst 2023

Loftslagsstefna höfuðborgarsvæðisins

Sameiginleg loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið formlega undirrituð – stefnt skal að kolefnishlutleysi árið 2035.

Fréttir | Svæðisskipulag
28. júní 2023

Ferðavenjukönnun 2022

Ný ferðavenjukönnun var gerð í október og nóvember 2022 og var kynnt nýlega.

Fréttir | Svæðisskipulag
23. maí 2023

Ályktun um greiðar, vistvænar og öruggar samgöngur milli höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja

Meðfylgjandi ályktun var samþykkt á sameiginlegum fundi svæðisskipulagsnefnda höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja sem haldinn var á Ásbrú, Reykjanesbæ föstudaginn 12. maí 2023:

Fréttir | Sérverkefni | Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins
18. apríl 2023

Inga Hlín ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins

Inga Hlín Pálsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og mun hún hefja störf í byrjun maí. Alls bárust þrjátíu og sjö umsóknir um starfið.

Fréttir | Sérverkefni | Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins
04. apríl 2023

Höfuðborgarsvæðið markaðsett sem einn áfangastaður

Þann 3. apríl 2023 var Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stofnuð eftir tveggja ára undirbúning. Markaðsstofan er áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið allt og eru stofnaðilar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Markaðsstofan er vettvangur til að markaðssetja og þróa áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild og ná þannig betri árangri.

Fréttir | Svæðisskipulag
20. mars 2023

Grænn stígur, fræðslu- og kynningarfundur

Skógræktarfélag Íslands og Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins boðuðu til fræðslu- og kynningarfundar um Græna stíginn og var fundurinn haldinn í fundarsal Arion banka í Reykjavík föstudaginn 3. mars 2023.

Fréttir | Tilkynningar | Sérverkefni
14. mars 2023

Samkomulag um að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins

Tilkynning frá IRN og SSH – 14. mars 2023:Ríkið og sex sveitarfélög sem standa að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins hafa ákveðið að hefja undirbúning að því að uppfæra sáttmálann og gera viðauka við hann. Verkáætlun um uppfærsluna var samþykkt á

Fréttir | Tilkynningar | Sérverkefni
10. mars 2023

Eyða þarf óvissu um verklag við NPA samninga

Á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sl. mánudag, 6. mars, var svohljóðandi bókun samþykkt: