Fara í efni

Verkefni

Framundan eru frekari áskoranir og mikilvæg verkefni sem áfram kalla á samstarf sveitarfélaganna á vettvangi SSH. Unnið er að undirbúningi verkefna sem snúa að samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Samningaviðræður um endurnýjun samnings frá 2012 um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu hófust á haustmánuðum 2021 og standa enn yfir. 

Stjórnarfundir eru haldnir mánaðarlega, þar sem sameiginleg málefni og einstök úrlausnarefni sem kalla á samræmda nálgun og sýn eru rædd og afgreidd.

Stjórn SSH fundar oft og einatt með utanaðkomandi aðilum um málefni sem tengjast sameiginlegum hagsmunum svæðisins, s.s. Vegagerð ríkisins vegna vega- og samgöngumála, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna löggæslu o.fl.

Endurnýjun samningsins er hluti Samgöngusáttmálans og órjúfanlegur þáttur hans. Eftirfylgni með Samgöngusáttmálanum verður áfram á vettvangi stjórnar SSH og ljóst að umfangið er með þeim hætti að það mun áfram taka rými í starfsemi samtakanna.

Fréttir af verkefnum

Dags

Frétt

Verkefni

11. ágúst 2023

Loftslagsstefna höfuðborgarsvæðisins

Sóknaráætlun

28. júní 2023

Ferðavenjukönnun 2022

Svæðisskipulag

18. apríl 2023

Inga Hlín ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins

04. apríl 2023

Höfuðborgarsvæðið markaðsett sem einn áfangastaður

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins

20. mars 2023

Grænn stígur, fræðslu- og kynningarfundur

4.1 Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga aðgang að fjölbreyttum útivistarsvæðum sem hvetja til reglulegrar hreyfingar, náttúruupplifunar og jákvæðra, félagslegra samskipta