Fara í efni

Starf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins auglýst til umsóknar

Við leitum að öflugum einstaklingi í starf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 27. maí.
Starf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins auglýst til umsóknar

Um er að ræða spennandi starf í skapandi og faglegu starfsumhverfi fyrir einstakling með góða menntun og reynslu og brennandi áhuga á skipulagsmálum. Þá gefst tækifæri á að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem varða umhverfis- og skipulagsmál sveitarfélaganna líkt og hjólreiðar, loftslagsmál, vatnsvernd, samgöngusáttmála, útivist og hringrásarhagkerfið.

Svæðisskipulagsstjóri starfar með Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og sér um framgang og úrvinnslu mála sem tengjast svæðisskipulagi. Þá sinnir svæðisskipulagsstjóri fjölbreyttum verkefnum sem tengjast samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.