Fara í efni

Um SSH

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, skammstafað SSH, eru sameiginleg hagsmunasamtök þeirra sjö sveitarfélaga sem mynda höfuðborgarsvæðið.

Núverandi aðilar að samtökunum, og eigendur þeirra eru:

 • Reykjavíkurborg
 • Kópavogsbær
 • Hafnarfjarðarkaupstaður
 • Garðabær
 • Seltjarnarnesbær
 • Mosfellsbær
 • Kjósarhreppur

Samtökin voru stofnuð 4. apríl árið 1976. Stofnaðilar voru Reykjavíkurborg, Kópavogskaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Seltjarnarneskaupstaður og Mosfellshreppur.

Hlutverk SSH

SSH eru sameiginlegur málsvari aðildarsveitarfélaganna og gæta hagsmuna þeirra. 

SSH eru samstarfs- og samvinnuvettvangur aðildarsveitarfélaganna vegna sameiginlegra verkefna og hagsmunamála þeirra. SSH eru sameiginlegur vettvangur
sveitarfélaganna til að fjalla um rekstur þeirra samstarfsverkefna, t.d. byggðasamlaga, sem sveitarfélögin reka sameiginlega hverju sinni.

Skal starfsemi SSH m.a. stuðla að eftirfarandi markmiðum:

 • Að efla samstarf sveitarfélaganna og stuðla að samskiptum og samstarfi sveitarstjórnarfólks, sveitarstjórnarnefnda og starfsfólks sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
 • Að höfuðborgarsvæðið sé samkeppnishæft gagnvart erlendum borgarsvæðum og bjóði upp á nýsköpun, atvinnulíf, innviði og lífskjör sem eru á borð við þau bestu í
  heiminum. 

SSH skulu hafa frumkvæði að vöktun, greiningu, umræðu og kynningu á málum sem líkleg eru til að stuðla að framgangi ofangreindra markmiða. Með sama hætti skulu SSH fylgjast með nýjungum á sviði sveitarstjórnarmála jafnt innalands sem erlendis og miðla þeim til aðildarsveitarfélaganna.

SSH skulu standa fyrir reglubundnu samráði við ríkisvaldið, ráðuneyti og stofnanir um málefni er varða hag sveitarfélaganna og vinna með þeim hætti að framþróun og hagsmunum höfuðborgarsvæðisins.

Fréttir & tilkynningar

Fréttir
06. júní 2024

Gríðarlegur umhverfisávinningur af nýju fyrirkomulagi sorpflokkunar

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa átt í miklu samstarfi er varðar flokkun og endurvinnslu heimilisúrgangs. Aukin flokkun heimilissorps hefur þegar skilað umtalsverðum árangri en urðun dróst saman um 89% á fyrsta ársfjórðungi.

Fréttir
16. nóvember 2023

Aðalfundur SSH 2023

Þann 10. nóvember var aðalfundur SSH og ársfundur byggðasamlaganna haldinn í Salnum í Kópavogi.

Fréttir
01. september 2023

Vanfjármögnun ríkisins í málaflokki fatlaðs fólks fer vaxandi

Fjárhagsleg málefni fatlaðs fólks voru til umræða á fundi stjórnar SSH þann 11. ágúst og samþykkti stjórn bókun í framhaldi af þeim.

Starfsfólk SSH

Páll Björgvin Guðmundsson

framkvæmdastjóri

Jón Kjartan Ágústsson

svæðisskipulagsstjóri

Hildigunnur Hafsteinsdóttir

lögfræðingur

Sandra Björgvinsdóttir

skrifstofufulltrúi

Berglind Snorradóttir

laganemi