Fara í efni

Velferðartækni opinn fundur 17. október

Velferðartækni opinn fundur 17. október

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa síðustu misseri undir hatti Sóknaráætlunar 2015-2019, aflað og miðlað þekkingu á sviði velferðartækni og stuðlað að þverfaglegu samráði sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hagsmunaðaila í málaflokknum.

Virkt samstarf hefur verið við samtök sveitarfélaga í Danmörku og Noregi ásamt samvinnu við Norrænu velferðarmiðstöðina.

Á opnum haustfundum SSH er lögð áhersla á að kortleggja hvernig nýsköpun í velferðarlausnum og tækni getur nýst til að bæta þjónustuna og færa nær notandum, með virkri samvinnu milli sveitarfélaga, félagasamtaka, nærsamfélags og aðstandenda.

Fundurinn 17. október ber yfirskriftina: Breytingastjórnun og innleiðing á velferðartækni hjá sveitarfélögum. Fyrirlesarar eru frá Finnlandi og Danmörku ásamt verkefnisstjórum velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar. Staður er Velferðarsvið Kópavogs, Fannborg 6, Kópavogi, kl: 10:00 -12:00

Skráning á fundinn er hér