Fara í efni

Styrkir úr Sóley

Styrkir úr Sóley

Í dag var í fyrsta skipti úthlutað styrkjum úr Sóley, styrktarsjóði SSH fyrir nýsköpunarverkefni á sviði ferðaþjónustu.  Alls bárust 14 umsóknir um styrki úr sjóðnum en úthlutunarnefnd sjóðsins lagði til að styrkur yrði veittur til fjögurra verkefna.
Nánari upplýsingar um Sóley.

Styrkþegar: Björn Jónsson frá Markaðsstofu Kópavogs, Steinunn Guðbjörnsdóttir frá Exploring Iceland, Eva María Þórarinsdóttir Lange frá Pink Iceland og Þór Sigurðsson frá Expluria.

 

Úthlutunarnefnd skipuðu Rósa Guðbjartsdóttir, Rannveig Grétarsdóttir fulltrúi SAF og Þorleifur Þór Jónsson fulltrúi Íslandsstofu

Eftirtalin verkefni hlutu styrk úr sjóðnum:

SOLEY Expluria mVerkefni Expluria ehf., FindMyBus.is, hlaut 1.500.000 kr. í styrk en vefsíðan FindMyBus.is mun veita ferðamönnum rauntímaupplýsingar um staðsetningu þess farartækis sem þeir eiga pantaða ferð með og senda tilkynningu þegar farartækið er í 500 metra fjarlægð. Vefnum er ætlað að auka skilvirkni í ferðaþjónustu og stuðla að tíma- og eldsneytissparnaði.

Gunnar Einarsson afhenti Þóri Sigurðssyni frá Expluria styrkinn.

 

 

 

SOLEY MarkadsstKopavogs2 mVerkefni Markaðsstofu Kópavogs, Hiking Haven, hlaut 1.500.000 kr. í styrk. Verkefnið fellst í að kynna ?Hiking Haven? sem sameiginlegt útvistarsvæði fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og ferðamenn. Í dag skortir á að svæðið virki sem ein heild og ætlunin að samtengja göngustíga við Elliðavatn yfir sveitarfélagamörk þannig að hægt verði að ganga í kringum vatnið með góðu móti, að merkja gönguleiðir og bílastæði á landsvæði Kópavogs, að útbúa heildstætt kost af útivistarsvæði og hvetja íbúa og ferðamenn til að nýta sér þetta svæði.

Gunnar Einarsson afhenti Birni Jónssyni frá Markaðsstofu Kópavogs styrkinn.

 

 

 

SOLEY ExploringIceland1 mVerkefni Exploring Iceland ehf., Reykjavík Riding Secrets, hlaut 500.000 kr. í styrk. Um er að ræða skipulagðar hestaferðir um höfuðborgarsvæðið, þar sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru samþætt í einni ferð. Þá eru íslenskir hestamenn í hesthúsahverfum sóttir heim sem mun einstakt í slíkum ferðum hérlendis.

Gunnar Einarsson afhenti Steinunni Guðbjörnsdóttur frá Exploring Iceland styrkinn.

 

 

 

 

 

 

SOLEY PinkIceland mVerkefni Pink Iceland, Work from Iceland, hlaut 1.500.000 kr. í styrk. Verkefnið gengur út á að aðstoða ferðamenn sem koma hingað til lengri dvalar við umsóknir um langtíma vegabréfsáritanir, finna íbúðarhúsnæði, vinnuaðstöðu, leigu á umhverfisvænum fararskjóta og aðstoða þá við ferðalög innanlands. Einnig að aðstoða þá við að byggja upp tengslanet og aðlagast samfélaginu með sjálfbærni að leiðarljósi. Um er að ræða hugmynd sem kviknaði í Covid-19 faraldrinum þegar möguleikar fólks á fjarvinnu jukust stórlega.

Gunnar Einarsson afhenti Evu Maríu Þórarinsdóttur Lange frá Pink Iceland styrkinn

 

 

 

 

 

 

SOLEY Allir styrkthegar og fleiri3 mx

Mynd: Páll Björgvin Guðmundsson, framkv.stjóri SSH, Björn Jónsson Markaðsstofu Kópavogs, Steinunn Guðbjörnsdóttir Exploring Iceland, Eva María Þórarinsdóttir Lange Pink Iceland, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar og formaður stjórnar SSH og Þorleifur Þór Jónsson frá Íslandsstofu