Fara í efni

Sóley styrktarsjóður

Sóley styrktarsjóður

SSH auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Sóley.  

Á tímum sem þessum er mikilvægt að hvetja ferðaþjónustuna að efla nýsköpun, huga að aukinni sjálfbærni og umhverfismálum.

SSH hefur sett á laggirnar sjóðinn Sóley sem er hluti af Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024. Sóley hefur þann tilgang að styðja við nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu sem eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins og stuðla að sjálfbærni og jákvæðum umhverfisáhrifum.

Aðilar í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að kynna sér sjóðinn nánar og eru starfsreglur og rafrænt umsóknareyðublað á www.ssh.is/soley