Fara í efni

Nýr framkvæmdastjóri SSH

Nýr framkvæmdastjóri SSH

Páll Björgvin Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH).

Páll er viðskiptafræðingur að mennt og með MBA-gráðu. Páll var bæjarstjóri í Fjarðarbyggð árin 2010-2018 og fjármálastjóri sama sveitarfélags í fjögur ár.  Hann hefur starfað sem útibússtjóri hjá Íslandsbanka, forstöðumaður hjá Landsbankanum og hefur fjölbreytta reynslu af verkefnum og stjórnarsetu á vettvangi sveitarfélaga.

Páll tekur við framkvæmdastjórn SSH af Páli Guðjónssyni sem gegnt hefur starfinu síðastliðin tíu ár. Páll Guðjónsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, mun starfa áfram tímabundið, til loka maímánaðar, við úrlausn tilfallandi verkefna sem tengjast starfslokum hans hjá samtökunum.

Umsækjendur um starfið voru 33.