Fara í efni

Mótun nýs svæðisskipulags

Tillaga að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins var auglýst 12. desember 2014. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 2. febrúar 2015. Alls bárust 43 athugasemdir við tillöguna.

Svæðisskipulagsnefnd er nú með athugasemdir í meðförum. Að því loknu afgreiðir nefndin endanlega tillögu að nýju svæðisskipulagi til afgreiðslu sveitarfélaganna og upplýsir þá sem sendu inn athugasemdir um afgreiðslu þeirra.

Gert er ráð fyrir því að nýtt svæðisskipulag taki gildi í sumarbyrjun.