Fara í efni

Mannlíf, byggð og bæjarrými í Hafnarhúsinu á HönnunarMars

Hvernig glæðum við göturnar mannlífi? Hve mikið af göturýminu fer undir bílastæði og hver borgar fyrir þau? Hvernig getum við tryggt skilvirkar samgöngur í líflegri og þéttri byggð?
Mannlíf, byggð og bæjarrými í Hafnarhúsinu á HönnunarMars

HönnunarMars 24. - 28. apríl 2024 í Hafnarhúsinu.

SSH og Skipulagsstofnun ætla að fjalla um skipulagsmál á mannamáli í Hafnarhúsinu á HönnunarMars. Þar verða leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli í brennidepli en fyrr á þessu ári kom út ritið Mannlíf, byggð og bæjarrými þar sem fræðast má um skipulag byggðar í þéttbýli með fólk í fyrirrúmi, skilvirkar samgöngur og lífsgæði í íbúðum og umhverfi þeirra. Skipulagsmál eru hagsmunamál almennings, lýðheilsumál og umhverfismál. Skipulagsmál snúast um að skapa lífsgæði.

Á Hönnunarmars 2024 gefst tækifæri til þátttöku í gagnvirkum vinnustofum til að öðlast betri skilning á skipulagi þéttbýlis. Vinnustofurnar eru fyrir alla aldurshópa og eru börn sérstaklega velkomin.

Opnunartímar:
Miðvikudagur: 17-18
Fimmtudagur: 10-20
Föstudagur: 10-17
Laugardagur: 10-17
Sunnudagur: 10-17

 

Facebook viðburður

Frétt um útgáfu leiðbeininganna