Fara í efni

Lýsing í kynningu: Breyting á vaxtamörkum við Rjúpnahlíð

Breyting á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040: Breyting á vaxtamörkum við Rjúpnahlíð.

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins auglýsir skv. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsingu vegna breytingar á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðið 2040.

Breytingin varðar vaxtamörkum svæðisskipulags við Rjúpnahlíð í Garðabæ þar sem ætlun er að skipuleggja nýtt athafnasvæði fyrir plássfreka starfsemi. Breytingin er hluti af innleiðingu Garðabæjar á stefnumörkun gildandi svæðisskipulags. Unnið er að uppbyggingu þéttrar blandaðrar byggðar í grennd við miðbæ bæjarins við biðstöðvar Borgarlínu við Hafnarfjarðarveg. Ætlun er er að mæta þessari þróun með nýjum lóðum fyrir atvinnufyrirtæki.

Bent er á að samhliða kynningu á lýsingu fyrir svæðisskipulagsbreytingu stendur yfir kynning á lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Garðabæjar fyrir sama svæði. Allar innsendar ábendingar, hvort sem er vegna svæðisskipulagsbreytingar eða aðalskipulagsbreytingar Garðabæjar, verða rýndar við áframhaldandi skipulagsgerð í samstarfi svæðisskipulagsnefndar og skipulagsstjóra Garðabæjar.

Lýsing er aðgengileg https://ssh.is/svaedisskipulag. Þau sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur að senda ábendingar vegna lýsingar skriflega á netfangið ssh@ssh.is. Frestur til að skila ábendingum rennur út lok mánudagsins 12. desember 2022.

Svæðisskipulagstjóri f.h. svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.