Fara í efni

Hildigunnur nýr lögfræðingur SSH

Hildigunnur nýr lögfræðingur SSH

Hildigunnur Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin í starf lögfræðings hjá SSH en um er að ræða nýtt starf innan samtakanna.

Hildigunnur lauk mag.jur. prófi frá Háskóla Íslands 2008 og HDL réttindum árið 2011.

Hún starfað sem lögfræðingur Neytendasamtakanna á árunum 2007 til 2016 en síðasta árið sinnti hún einnig starfi framkvæmdastjóra. Þá hóf hún störf hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) en er í dag mastersnemi í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands en starfar auk þess í úrskurðarnefndum á vegum FME.

Hildigunnur hefur mikla reynslu af lögfræðistörfum innan stjórnsýslunnar og fjölþætta reynslu af öðrum verkefnum. Við hjá SSH bjóðum Hildigunni velkomna í okkar raðir og hlökkum til samstarfsins.