Hágæða grænar samgöngur RVK - KEF
 
									Fram kom á fundinum að ferðamenn streyma til landsins til að njóta alls þess sem Reykjavík og Ísland hefur upp á að bjóða. Flestir taka bílaleigubíl jafngildir því að þriðji hver bíll á Reykjanesbrautinni á annatíma er bílaleigubíll. Vegagerðin spáir því að umferð á Reykjanesbrautinni muni tvöfaldast á næstu 20 árum. Það mun þýða auknar umferðartafir, meiri útblástur, meira svifryk og aukið álag á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins.
Markmið fundarins var að eiga opið samtal um mögulegar lausnir fyrir framtíðina, því það er deginum ljósara að núverandi samgöngulausnir munu ekki endast svæðinu til lengdar.
Þátttaka í fundinum var góð og þegar mest var voru í salnum um 120 manns. Streymisáhorf var hátt í 700. Áhuginn á verkefninu var mikill og ljóst að ríki og sveitarfélög þurfa að vinna að sameiginlegri sýn um framtíð almenningssamgangna milli svæðanna og ákveða næstu skref.

Smelltu á mynd til að sjá upptöku af fundinum
Dagskrá fundarins og kynningarglærur og upptökur:
- 13:00–13:05 Velkomin | Fundarstjóri Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur
- 13:05–13:20 Hágæðasamgöngur fyrir heimsborg | Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri 
 Kynningarglærur borgarstjóra.
 Horfa á upptöku með erindi borgarstjóra.
- 13:20–13:35 Í átt að öflugri og kolefnishlutlausum almenningssamgöngum til Keflavíkurflugvallar | Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, verkefnastjóri samgönguáætlunar hjá Innviðaráðuneytinu  
 Kynningarglærur Gyðu Mjallar Ingólfsdóttur.
 Horfa á upptöku á erindi Gyðu.
- 13:35–13:50 Þróunaráætlun Kadeco K64 – Keflavik Reykjavik Link KRL | Samúel Torfi Pétursson, þróunarstjóri hjá Kadeco 
 Kynningarglærur Samúels Torfa Péturssonar.
 Horfa á upptöku með erindi Torfa.
- 13:50–14:05 Sagan og staðan - flugrúta, fluglest og fleiri hugmyndir | Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur
 Kynningarglærur Lilju G. Karlsdóttur.
 Horfa á erindi Lilju.
- 14:05–14:35 Pallborð: Hver eru næstu skref? 
 Þátttakendur í pallborði:- Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
- Árni Freyr Stefánsson, Innviðaráðuneytið
- Samúel Torfi Pétursson, Kadeco
- Bryndís Friðriksdóttir, Vegagerðin.
 
Umræðustjóri: Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur 
Horfa á upptöku af pallborðsumræðum.
- 14:50–15:10 Val á samgöngulausnum - flugvallartengingar og reynslusögur | Thomas Potter, technical expert, Norconsult heldur erindi á ensku 
 Kynningarglærur Thomas Potter
 Horfa á upptöku með erindi.
- 15:10–15:25 Grænni og snjallari samgöngur um allan heim  | Carl Åge Björgan, framkvæmdastjóri Alstom í Noregi og Íslandi heldur erindi á ensku 
 Kynningarglærur Carl Åge Björgan
 Horfa á upptöku með erindi.
 Video í lok kynningar Carl.
- 15:25–15:45 Tengingin milli Helsinki og Vantaa flugvallarins | Henry Westlin, borgarverkfræðingur Vantaa heldur erindi á ensku 
 Horfa á upptöku með erindi.
- 15:45–16:10 Pallborð: Hvernig gæti framtíðin litið út? 
 Þátttakendur í pallborði:- Thomas Potter, Norconsult
- Carl Åge Björgan, Alstom og
- Pawel Bartoszek, formaður svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
 
Stjórnandi: Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur.
Horfa á upptöku með pallborðsumræðum. 
  
  
 