Fara í efni

Fyrsta breyting á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 samþykkt

Fyrsta breyting á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 samþykkt

 

Það var glatt á hjalla á síðasta fundi svæðisskipulagsnefndar á kjörtímabilinu. Á fundinum lá fyrir samþykki allra sveitarfélaga á tillögu að breytingu á svæðisskipulagi vegna samgöngu- og þróunarása fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna - Borgarlína, ásamt fylgigögnum. Af því tilefni bókaði svæðisskipulagsnefnd eftirfarandi:

Svæðisskipulagsnefnd fagnar því að nú hafi verið stigið stórt skref með samþykki allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin fagnar jafnframt þeim áformum ríkisins, sem birtast í ríkisstjórnarsáttmála og fjármálaáætlun, um að hefja viðræður við sveitarfélögin í ár um samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu.

Í samræmi við skipulagslög auglýsti nefndin niðurstöðuna og sendir svæðisskipulagsbreytinguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Jafnframt fá allir þeir sem sendu inn athugasemdir á kynningatímanum viðbrögð nefndarinnar við athugasemdunum.

Breytingartillagan ásamt fylgigögnum er að finna hér.

 

Myndin er tekin á fundi svæðisskipulagsnefndar 4. maí 2018
Hrafkell Á. Proppé, Sigurður Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Halldór Halldórsson, Hjálmar Sveinsson, Ólafur  Ingi Óskarsson, Borghildur Sturludóttir, Hreiðar Oddsson og G. Oddur Víðisson
/ljósm.PG