Fara í efni

Framkvæmdastjóraskipti hjá SSH

Framkvæmdastjóraskipti hjá SSH

Á stjórnarfundi 8. apríl fóru fram framkvæmdastjóraskipti hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Páll Guðjónsson fráfarandi framkvæmdastjóri afhenti nafna sínum Páli Björgvini Guðmundssyni lyklana af skrifstofu samtakanna.

Stjórnin þakkaði Páli Guðjónssyni framkvæmdastjóra SSH fyrir farsælt, gott og óeigingjarnt starf í þágu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Páll hefur starfað sem framkvæmdastjóri SSH síðastliðin 11 ár en hverfur nú frá störfum en verður samt á vettvangi til loka maímánaðar. Stjórnin óskar Páli velfarnaðar til framtíðar.

Páll Björgvin Guðmundsson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri SSH og er boðinn velkominn til starfa.

 

2019 04 08 Stjorn starfsf SSH XT3A6202

Sandra Björgvinsdóttir, skrifstofufulltrúi, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og stjórnarformaður SSH, Páll Guðjónsson fráfarandi framkvæmdastjóri SSH, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness, Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH