Fara í efni

Ferðavenjukönnun 2022

Ný ferðavenjukönnun var gerð í október og nóvember 2022 og var kynnt nýlega.
Ferðavenjukönnun 2022

SSH stóð ásamt Innviðaráðuneyti, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Strætó að gerð ferðavenjukönnunar en könnun var framkvæmd í október og nóvember 2022.

Í könnuninni eru ferðavenjur fólks mældar fyrir alla samgöngumáta og niðurstöður teknar saman fyrir landið allt, einstaka landshluta, sveitarfélög og hverfi þar sem það á við. Fjöldi þátttakenda í könnuninni á höfuðborgarsvæðinu voru 5559. SSH hefur komið að gerð slíkra kannanna frá árinu 2002 með hléum. Ferðavenjukönnunin nær til alls landsins en það var fyrst gert í síðustu könnun sem var unnin árið 2019.

Helstu niðurstöður eru þær að daglegum ferðum íbúa á höfuðborgarsvæðinu í umferðinni fækkar talsvert. Daglegar ferðir á mann voru 3,2 að meðaltali en voru 3,7 árið 2019 þegar síðasta könnun var gerð. Einnig kom fram að hlutfall ferða með einkabíl þá daga sem könnunin var framkvæmd mælist 72% og aðrar ferðir mælast 29% sem er hæsta hlutfall annarra ferða frá því mælingar hófust 2022. Frekari skipting sýnir að 58% ferðuðust sem bílstjóri, 14% sem farþegi í einkabíl, 15% fótgangandi, 5% á reiðhjóli, 5% sem farþegi í strætisvagni og 4% með öðrum ferðamátum líkt og hlaupahjólum.

Niðurstöður könnunarinnar eru aðgengilegar hér fyrir neðan ásamt niðurstöðum eldri kannanna:

https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur/samgonguaaetlun/ferdavenjukonnun-2022/