Fara í efni

Almenningssamgöngur til framtíðar: Jarrett Walker heldur fyrirlestur í Salnum í Kópavogi

Almenningssamgöngur til framtíðar: Jarrett Walker heldur fyrirlestur í Salnum í Kópavogi

Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er sönn ánæga að kynna að Jarrett Walker, sérfræðingur í almenningssamgöngukerfum og höfundur bókarinnar Human Transit, heldur opinn fyrirlestur þriðjudaginn 22. september kl. 15:00 ? 16:30 í Salnum í Kópavogi. 

Fyrirlesturinn ber heitið "Abundant Access: Planning Public Transport that Builds Freedom, Prosperity and Sustainability"

Jarrett Walker hefur unnið að skipulagi um 200 almenningssamgöngukerfa í heiminum þ.á.m. Houston, Sydney, Auckland, Seattle, Portland og Minneapolis. Jarrett heldur einnig úti bloggsíðu www.humantransit.org sem inniheldur hafsjó af fróðleik um almenningssamgöngur.

GisliMarteinnGísli Marteinn Baldursson mun stýra fundinum.

Áhugafólk um skipulag samgangna og borgarumhverfis ætti ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara. 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið ssh@ssh.is

Straeto logo litidVakin er athygli á því að frítt er í strætó þennan dag sem er Bíllausi dagurinn
Leiðir 1, 2, 4, 28 og 35 stoppa við Salinn.