Fara í efni

Aðalfundur SSH og ársfundir byggðasamlaganna

Aðalfundur SSH og ársfundir Sorpu bs., Strætó bs. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru haldnir föstudaginn 12. nóvember sl.

Vegna aðstæðna var nauðsynlegt að halda fundina með fjarfundabúnaði að þessu sinni en þeir voru þrátt fyrir það vel sóttir, en ríflega 50 manns, kjörnir fulltrúar og stjórnendur byggðasamlaganna, tóku þátt.

Á ársfundum byggðasamlaganna var farið yfir verkefni þeirra, ársskýrslur og framtíðarsýn. Þá gafst færi á umræðum og fyrirspurnum.

Á aðalfundi SSH fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar SSH um liðið starfsár var kynnt en ársskýrsla samtakanna var einnig lögð fyrir fundinn. Þá var lagður fram endurskoðaður ársreikningur vegna ársins 2020 og starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2022 kynnt. 

Fundargerð ársfundar byggðasamlaganna

 Fundargerð aðalfundar SSH