Fara í efni

Aðalfundur SSH 2023

Þann 10. nóvember var aðalfundur SSH og ársfundur byggðasamlaganna haldinn í Salnum í Kópavogi.
Aðalfundur SSH 2023

Svavar Sigurðarson starfsmaður SHS, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarness, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og formaður SSH, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og Helgi Þór Loftsson, Helgi Hjörleifsson og Andri Dagur Símonarson starfsmenn SHS.

Auk almennra aðalfundarstarfa voru haldnir áhugaverðir fyrirlestrar á vegum byggðasamlaganna á ársfundi þeirra.  Einnig hélt Hulda Þórisdóttir prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands erindi um hvernig hegðunarvísindi geta nýst við stefnumótun. Þá flutti Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra erindi um stöðu loftslagsmála.

Við þökkum kjörnum fulltrúum fyrir þátttöku á fundunum.

Á vegum byggðasamlaganna var sýning á slökkvibíl og öðrum búnaði slökkviliðsins, sorphirðubíl og glænýjum rafmagnsstrætisvagni sem hægt var að skoða fyrir fundinn.